Innlent

Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni

Árni Sæberg skrifar
Fyrstu sakborningarnir úrskurðir í gæsluvarðhald miðvikudaginn 12. mars.
Fyrstu sakborningarnir úrskurðir í gæsluvarðhald miðvikudaginn 12. mars. Vísir/Anton Brink

Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi.

Í tilkynningu þess efnis frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að fimm sitji áfram í gæsluvarðhaldi, fjórir karlmenn og ein kona. 

Lögregla rannsakar það hvernig karlmanni á sjötugsaldri búsettum í Ölfusi var ráðinn bani fyrir tæpum tveimur vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn, sem glímdi við heilabilun, numinn á brott af hópi fólks að kvöldi 10. mars. Hann fannst illa leikinn á leikvelli í Gufunesi snemma morguns daginn eftir. Hann lést á sjúkrahúsi af sárum sínum. 

Lögreglan á Suðurlandi segist í tilkynningu vinna áfram að rannsókn málsins og njóta stuðnings Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, embætti Héraðssaksóknara og sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Rannsókn málsins miði vel og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×