Lífið

„Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þuríður fer yfir ökukennslusviðið.
Þuríður fer yfir ökukennslusviðið.

„Við erum að búa til einstaklinga sem eru að fara öðlast ökuréttindi og búa þá undir umferðina svo þeir séu sem öruggastir fyrir okkur öll og þá sjálfa,“ segir Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni.

„Það er allt í lagi að hafa þyngd í ökunámi og það á að vera. Ökunám er ekkert eitthvað sem byrjar og endar á mjög stuttum tíma. Ökunámið er ferli sem byrjar á því að einstaklingurinn fer í fyrsta ökutímann, síðan er það bóklegt nám, það er verklegt nám, síðan velja sumir að fara í æfingaakstur með forráðamönnum sem er mjög mikilvægur tími ekki bara til þess að læra að keyra heldur líka kemur þarna mjög góður tími þar sem börn og unglingar eyða með forráðamönnum sínum.“

Því næst tekur við Ökuskóli 1, 2 og 3. Og í kjölfarið skriflega prófið. Skriflega prófið hefur verið mjög mikið gagnrýnt og var fallhlutfallið yfir allt árið 2024 yfir sextíu prósent.

„Við höfum verið svolítið í myrkrinu með þetta. Við þurfum að vita hvað er að klikka? Erum við að klikka? Við erum ekki að fá að sjá prófin svo við vitum í raun ekki hvað sé verið að spyrja út í. Prófin eiga að vera sanngjörn og þau eiga að vera áreiðanleg. Þú átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna,“ segir Þuríður og bætir við að fallið í verklega ökuprófinu sé um sextán prósent.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.