Í síðasta þætti voru föstu útgjöldin tekin í gegn og náðu þeir Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen að lækka þau um 34 þúsund krónur á mánuði. En Arnar og Hrefna þáttastjórnendur skoðuðu aftur á móti sparnað parsins yfir einn mánuð.
Þeir náðu heilt yfir að leggja fyrir tæplega fimm hundruð þúsund krónur á einum mánuði. Í byrjun seríunnar var planið þeirra að ná að safna sér einni milljón á fimm mánuðum.
Nú er komið nýtt markmið að reyna safna sér um þremur milljónum og freista þess að fjárfesta í eign með aðstoð hlutdeildarláns. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.