Stöð 2 Sport
Klukkan 18.45 er hitar GAZið upp fyrir lokaumferð Bónus deildarinnar. Klukkan 19.00 hefst Skiptiborðið, þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins. Klukkan 21.15 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki kvöldsins í Bónus deildinni.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 07.30 er Hero Indian Open-mótið í körfubolta á dagskrá.
Klukkan 22.00 er Ford Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.05 er leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur á dagskrá. Bæði lið eru með 18 stig í 9. og 10. sæti en sigurliðið gæti stokkið inn í úrslitakeppnina á kostnað ÍR eða KR.
Stöð 2 Sport 6
Klukkan 19.05 er leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur á dagskrá. Stjarnan er jöfn Tindastól á toppi deildarinnar með 30 stig. Njarðvík jafnar hins vegar toppliðin tvö að stigum með sigri.
Vodafone Sport
Klukkan 19.55 tekur Leyton Orient á móti Stevenage í ensku C-deild karla í knattspyrnu.
Klukkan 23.05 er leikur Red Wings og Senators í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Bónus deildin
Klukkan 19.10 mun GAZið lýsa leik Tindastóls og Vals. Gestirnir eru nýkrýndir bikarmeistarar og sitja í 4. sæti með 26 stig.
Bónus deildin 2
Klukkan 19.10 tekur Grindavík á móti KR. Heimamenn eru í 6. sæti með 22 stig á meðan KR er í 8. sæti með 20 stig.
Bónus deildin 3
Klukkan 19.10 taka Haukar á móti ÍR. Heimamenn eru fallnir á meðan ÍR er í 7. sæti með 20 stig.