Upp­gjörið: Tinda­stóll - Valur 88-74 | Tinda­stóll er deildarmeistari

Arnar Skúli Atlason skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson lék vel fyrir Tindastól í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson lék vel fyrir Tindastól í kvöld. vísir/anton

Tindastóll er deildarmeistari Bónus deildar karla tímabilið 2024-25 eftir 88-74 sigur í lokaumferðinni gegn Val. Stólarnir voru með titilinn í sínum höndum fyrir leik og sigldu sigrinum sem þeir þurftu örugglega í höfn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals.

Það var Tindastóll sem byrjaði betur á Sauðárkróki í kvöld og tóku forystuna snemma í leiknum. Sadio Doucoure var í miklu stuði og var að salla stigum á Valsarana. Hinum meginn var þetta heldur jafnara og var stigskorið að dreifast vel. Valur var að tapa mikið af boltum og Tindastóll var að ná að keyra í bakið á þeim. Tindastóll var betra í fyrsta leik hlutanum og leiddi að honum loknum með 4 stigum.

Í öðrum leikhluta var sama upp á teningnum, Tindastóll var að keyra í bakið á Val eftir tapaða bolta. Valur voru einnig að hitta illa bæði í opnum leik úr vítaskotum. Um miðjan fjórðunginn slitnaði á milli liðana og Tindastóll jók forystuna og kom þessu upp í 16 stiga mun sem var munur sem hélst út fjórðunginn Tindastóll leiddi í hálfleik 53-37.

Seinni hálfleikur hófst eins og fyrri hálf leikurinn var nánast út í gegn. Tindastóll sterkari en Valur pirraðir og að hitta illa lítið framlag frá þeirra helstu mönnum. Tindastóll héldu forystunni út allan leikinn án þess að Valur náði eitthvað að minnka munin að ráði.

Atvikið

í öðrum leikhluta tekur Finnur Freyr leikhlé þegar leikurinn var í jafnvægi. Eftir leikhléið tekur Tindastóll 8-0 sprett og skilur Val eftir og býr til mun sem Valur gat ekki náð til baka.

Stjörnur og skúrkar

Sigtryggur Arnar var öflugur svakalega öflugur og steig upp þegar hann Tindastól vantaði stig. Sadio Doucoure og Adomas Drungilas eiga syrpur í leiknum þar sem Valur hafði enginn svör við þeirra leik.

Létt bikar þynnka í Val í kvöld og fá þeir smá skamm í hattinn fyrir það. Enginn sem reyndi að stíga upp og taka yfir leikinn.

Dimitrios Agravanis í liði Tindastóls átti ekki góðan leik í dag. Var að þröngva of miklu og reyna of mikið sjálfur í stað þess að láta boltann flæða og láta leikinn koma til sín.

Stemning og umgjörð

Tryllt kvöld í Síkinu í kvöld. Svakalega margir í Síkinu og stemning í Grettismönnum sem fjölmenntu í kvöld. Þetta boðar gott fyrir komandi tíma.

Dómarar [8]

Kristinn Óskarsson og hans menn stóðu vaktina vel og gripu inn í þegar þess þurfti. Leikurinn ekki jafn svo þetta var ekki erfiður leikur að dæma.

Viðtöl

„Níu sigrar í viðbót“

Pétur Rúnar, fyrirliði Tindastól var kampa kátur eftir að hafa klárað deildarmeistara titilinn í kvöld.

„Mjög ánægður, sérstaklega með frammistöðuna í kvöld. Þeir búnir að vera á ansi góðu rönni. Við mætum í þennan leik og tökum forystuna snemma og látum hana aldrei af hendi. Ég er sérstaklega ánægður hvernig við komum út í þennan leik eftir vonbrigðin fyrir tveimur vikum á móti Njarðvík.“

Tindastóll hafði unnið og tapað til skiptist í seinustu leikjum.

„Það var ekkert stress fyrir þennan leik. Við höfum verið að fara á útivöll að spila á móti góðum liðum og þessi deild er bara þannig í dag að ekkert sem heitir gefins sigrar. Við höfum farið útivöll á móti neðsta liðinu og lágum þar í valnum. Við horfðum dálítið kalt á stöðuna við erum með asni gott record heima og úti og mættum klárir í þennan leik og sýndum það frá byrjun.“

Það er skýrt markmið hjá Tindastól og það er að vinna þann stóra.

„Við erum ekki saddir eftir þennan. Þetta er bara svona bónus. Þetta er bara viðurkenning að vera bestur yfir þennan langa tíma og fá heimaleikjarétt alla úrslitakeppnina. Við höfum verið ansi sterkir hérna heima og við ætlum að halda því áfram. Níu sigrar í viðbót. Það er markmiðið.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira