Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun