Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 10:18 Cruise laut höfði þegar hann minntist síns gamla félaga. AP Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira