Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 08:56 Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi nýlega. Vísir/Anton Brink Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir bændur ánægða með stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær. Bændasamtökin kalli þó eftir því að stjórnvöld myndi ramma til framtíðar um það hvernig sé hægt að mæta uppskerutjóni og afurðatapi. Trausti fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en tilkynnt var í gær að ríkisstjórnin ætli að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að sumarið 2024 hafi verið óvenju kalt og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafi það verið kaldasta sumar á landsvísu síðan árið 1998. Stuðningur stjórnvalda er tvíþættur, annars vegar vegna afurða- og gripatjóns sem atvinnuvegaráðuneytið annast og hins vegar vegna tjóns á heyi og uppskeru sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa. Trausti segir samtökin hafa unnið að þessu samkomulagi í um ár og þau fagni því að loks sé búið að samþykkja það. Það sé viðurkenning á mikilvægi framleiðslunnar og störfum bænda almennt. „Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að það sé að fullu bætt,“ segir Trausti um tjónið sem bændur urðu fyrir í fyrra og að það eigi eftir að skoða betur hvernig útfærsla á greiðslu tjónabótanna verður og hversu háu hlutfalli er verið að mæta. Horfa til framtíðar Hann segir samtökin horfa til framtíðar og þau skynji vilja hjá stjórnvöldum til að koma þessum málum í betri farveg til lengri tíma. „Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur heldur en að þessu tjóni hafi verið mætt frá síðasta sumri. Við verðum að átta okkur á því að megnið af þessu tjóni sem bændur verða fyrir er ótryggjanlegt og ótryggt því kerfið er ekki til. Við erum að ná eyrum stjórnvalda gagnvart því að búa til ramma um það til framtíðar þannig þetta gangi liprara fyrir sig þegar og ef þetta kemur aftur.“ Trausti segir bændur ekki hafa farið fram á neina ákveðna upphæð í sínum samningaviðræðum við stjórnvöld. Þau hafi farið fram á að sýna fram á mikilvægi þess að mæta þessu tjóni. Bændur hafi skráð sitt tjón og tilkynnt það og svo hafi stjórnvöld tekið við verkefninu. Trausti segir ekki hægt að tryggja uppskeru en gamli rammi Bjargráðssjóðs geti komið til ef það finnist kal í túnum. Það sé ekki föst fjármögnun á sjóðnum heldur þurfi bændur að treysta á að stjórnvöld finni pening í sjóðinn ef það verður kal. „Við erum að horfa til þess að við séum vonandi að koma þessu í betri farveg í framhaldinu. Að það sé möguleg afkomutrygging fyrir bændur kjósi þeir svo.“ Kartöflugeymslurnar tómar Hann segir að með bótunum sé verið að bæta uppskerutjón sem hafi verið hjá útiræktuðu grænmeti og korni auk þess sem verið sé að bæta afurðatap í sauðfjárrækt og fleiri greinum, og að einhverju leyti gripatjón. Trausti segir afleiðingarnar hafa sést víða. Kartöflugeymslur bænda í Eyjafirði hafi verið tómar hjá mörgum og uppskerutjónið í útirækt hafi verið verulega mikið. Trausti segist vonast til þess að greiðslurnar verði greiddar út sem fyrst. Það sé búið að fara yfir umsóknir og meta tjónið. Bændasamtökin eru nú á ferðalagi um landið með Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Trausti segir ferðalagið í tilefni af því að fljótlega þurfi að skrifa undir búvörusamninga og með ferðinni nái þau að hitta bændur, ræða við þá og heyra hvað á þeim brennur. „Það er afkoman, nýliðun, tollvernd, þessir hlutir eru bændum ofarlega í huga,“ segir Trausti og að bændur hafi of lengi setið eftir í samfélaginu hvað varðar til dæmis afkomu. Það verði að bregðast við því núna. Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Veður Matvælaframleiðsla Öryggis- og varnarmál Bítið Tengdar fréttir Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 7. júní 2024 12:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Trausti fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en tilkynnt var í gær að ríkisstjórnin ætli að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að sumarið 2024 hafi verið óvenju kalt og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafi það verið kaldasta sumar á landsvísu síðan árið 1998. Stuðningur stjórnvalda er tvíþættur, annars vegar vegna afurða- og gripatjóns sem atvinnuvegaráðuneytið annast og hins vegar vegna tjóns á heyi og uppskeru sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa. Trausti segir samtökin hafa unnið að þessu samkomulagi í um ár og þau fagni því að loks sé búið að samþykkja það. Það sé viðurkenning á mikilvægi framleiðslunnar og störfum bænda almennt. „Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að það sé að fullu bætt,“ segir Trausti um tjónið sem bændur urðu fyrir í fyrra og að það eigi eftir að skoða betur hvernig útfærsla á greiðslu tjónabótanna verður og hversu háu hlutfalli er verið að mæta. Horfa til framtíðar Hann segir samtökin horfa til framtíðar og þau skynji vilja hjá stjórnvöldum til að koma þessum málum í betri farveg til lengri tíma. „Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur heldur en að þessu tjóni hafi verið mætt frá síðasta sumri. Við verðum að átta okkur á því að megnið af þessu tjóni sem bændur verða fyrir er ótryggjanlegt og ótryggt því kerfið er ekki til. Við erum að ná eyrum stjórnvalda gagnvart því að búa til ramma um það til framtíðar þannig þetta gangi liprara fyrir sig þegar og ef þetta kemur aftur.“ Trausti segir bændur ekki hafa farið fram á neina ákveðna upphæð í sínum samningaviðræðum við stjórnvöld. Þau hafi farið fram á að sýna fram á mikilvægi þess að mæta þessu tjóni. Bændur hafi skráð sitt tjón og tilkynnt það og svo hafi stjórnvöld tekið við verkefninu. Trausti segir ekki hægt að tryggja uppskeru en gamli rammi Bjargráðssjóðs geti komið til ef það finnist kal í túnum. Það sé ekki föst fjármögnun á sjóðnum heldur þurfi bændur að treysta á að stjórnvöld finni pening í sjóðinn ef það verður kal. „Við erum að horfa til þess að við séum vonandi að koma þessu í betri farveg í framhaldinu. Að það sé möguleg afkomutrygging fyrir bændur kjósi þeir svo.“ Kartöflugeymslurnar tómar Hann segir að með bótunum sé verið að bæta uppskerutjón sem hafi verið hjá útiræktuðu grænmeti og korni auk þess sem verið sé að bæta afurðatap í sauðfjárrækt og fleiri greinum, og að einhverju leyti gripatjón. Trausti segir afleiðingarnar hafa sést víða. Kartöflugeymslur bænda í Eyjafirði hafi verið tómar hjá mörgum og uppskerutjónið í útirækt hafi verið verulega mikið. Trausti segist vonast til þess að greiðslurnar verði greiddar út sem fyrst. Það sé búið að fara yfir umsóknir og meta tjónið. Bændasamtökin eru nú á ferðalagi um landið með Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Trausti segir ferðalagið í tilefni af því að fljótlega þurfi að skrifa undir búvörusamninga og með ferðinni nái þau að hitta bændur, ræða við þá og heyra hvað á þeim brennur. „Það er afkoman, nýliðun, tollvernd, þessir hlutir eru bændum ofarlega í huga,“ segir Trausti og að bændur hafi of lengi setið eftir í samfélaginu hvað varðar til dæmis afkomu. Það verði að bregðast við því núna.
Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Veður Matvælaframleiðsla Öryggis- og varnarmál Bítið Tengdar fréttir Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 7. júní 2024 12:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 7. júní 2024 12:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent