Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Seljatjörn í Seljahverfinu er hluti af svæðinu sem er í þróun. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hefur ekki fallið frá áformum um byggingu íbúða á þróunarreit við settjörn í Breiðholti, líkt og greint hefur verið frá. Skiplagsfulltrúi hjá borginni segir fjölda íbúða á reitnum þó ekki meitlaðan í stein, og tímalínu skiplagsvinnu ekki liggja fyrir. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að fallið hefið verið frá hugmyndum um uppbyggingu 75 til 100 íbúða við Rangársel í Breiðholti. En svæði sem nær yfir Rangársel og Raufarsel, og liggur upp að Seljatjörn hefur verið skilgreint sem þróunarsvæði. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir vel geta verið að misskilnings gæti um þróunarreiti borgarinnar. „Þetta eru reitir sem við skilgreindum í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt sem var unnið fyrir nokkrum árum síðan. Þar voru skilgreindir nokkrir þróunarreitir innan þess svæðis, þar sem mögulega væri hægt að fara af stað með einhverja uppbyggingu. Það er þó háð því að það sé unnið sérstakt deiliskipulag fyrir viðkomandi þróunarsvæði,“ segir Björn. Ekki sé búið að vinna neina áætlun um deiliskipulag fyrir reitinn við tjörnina. „Við erum með ákveðna forgangsröðun í gangi í Breiðholtinu. Suðurhólar eru eitt svæði, og Suðurfell við Arnarnesveg annað. Svo er það Rangárselið. Þetta eru þau stóru svæði sem við erum að skoða. Við ætlum fyrst að skoða Suðurhólana, og ætlum að koma fyrst með forkynningu á deiliskipulagsstigi fyrir það svæði, þar sem íbúar fá þá tækifæri til að segja sína skoðun á þeim hugmyndum.“ Sama muni gilda um Suðurfell, og loks Rangárselið. Ekki liggi fyrir hvenær farið verði í slíka forkynningu. Möguleiki á hundrað íbúðum Þegar Rangársel er skoðað á kortavefsjá borgarinnar fyrir uppbyggingu húsnæðis er reiturinn merktur á næst fyrsta skrefi ferlisins, sem þróunarsvæði. Þar stendur einnig „Fjöldi íbúða: 100“ og þeim skipt til helminga sem íbúðir á almennum markaði eða á forræði húsnæðisfélaga. Ef Rangárselið er skoðað á kortasjá borgarinnar um húsnæðisuppbyggingu má sjá að um þróunarsvæði er að ræða, þar sem miðað er við að hundrað íbúðir geti risið. Skipulagsferli sé þó ekki hafið. Þrátt fyrir það segir Björn ekki meitlað í stein að þarna rísi hundrað íbúðir. „Talan er nefnd í hverfisskipulaginu sem möguleiki. Síðan er það þannig að þegar við förum að vinna deiliskipulag á þróunarsvæðum, sem og öðrum, að það eru önnur sjónarmið og fleiri, ítarlegri greiningar sem þarf að fara í. Þetta hefur áhrif á endanlegan fjölda íbúða. Endanlegur fjöldi íbúða ákvarðast í deiliskipulagi. Við förum ekki af stað með það að markmiði að reisa 100 íbúðir þarna,“ segir Björn. Svæðið sem Reykjavíkurborg er með í þróunarferli í Breiðholti.Vísir/Anton Brink Markmiðið sé að koma fyrir íbúðum án þess að ganga um of á það umhverfi sem fyrir er á svæðinu. „Þá þarf að taka tillit til sjónarmiða íbúa, náttúrunnar, þess sem snýr að skuggavarpi og svo framvegis. Það eru margir þættir sem þarf að meta í þessu tilliti.“ Ekkert meitlað í stein Björn segir ekki hafa verið fallið frá neinum áformum, en ekki sé búið að tímasetja hvenær farið verði í deiliskipulagsvinnu við Rangársel. Líkt og áður sagði verði fyrst farið í slíka vinnu fyrir annað svæði, Suðurhóla. Það verði auglýst í bak og fyrir, til að mynda með tilkynningum í fjölmiðlum og á íbúafundum. „Það verður farið út með forkynningu á deiliskipulagi, áður en við setjum það í formlegt auglýsingaferli, þannig að íbúar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en við höldum lengra. Það sama gildir um hina reitina í Breiðholtinu, það er kannski aðalatriðið,“ segir Björn. Stærstur hluti þróunarreitsins.Vísir/Anton Brink Mögulega verði farið í vinnu við Rangársel síðar á þessu ári, eða á næsta ári. Það sé í öllu falli ekki rétt að segja að fallið hafi verið frá uppbyggingaráformum. „Við erum að vinna þessa þróunarreiti, hvern á fætur öðrum, en það er ekki búið að tímasetja línuna í þessu. Við erum ekki búin að falla frá einu eða neinu. Við viljum vinna þetta nánar og setja þetta síðan út í þetta forkynningarferli sem stendur til að fara út með,“ segir Björn. „Ef við erum að tala um þróunarreiti þá er endanlegur fjöldi íbúða ekki meitlaður í stein. Alls ekki. Enda væru það svolítið skrýtin vinnubrögð.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að fallið hefið verið frá hugmyndum um uppbyggingu 75 til 100 íbúða við Rangársel í Breiðholti. En svæði sem nær yfir Rangársel og Raufarsel, og liggur upp að Seljatjörn hefur verið skilgreint sem þróunarsvæði. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir vel geta verið að misskilnings gæti um þróunarreiti borgarinnar. „Þetta eru reitir sem við skilgreindum í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt sem var unnið fyrir nokkrum árum síðan. Þar voru skilgreindir nokkrir þróunarreitir innan þess svæðis, þar sem mögulega væri hægt að fara af stað með einhverja uppbyggingu. Það er þó háð því að það sé unnið sérstakt deiliskipulag fyrir viðkomandi þróunarsvæði,“ segir Björn. Ekki sé búið að vinna neina áætlun um deiliskipulag fyrir reitinn við tjörnina. „Við erum með ákveðna forgangsröðun í gangi í Breiðholtinu. Suðurhólar eru eitt svæði, og Suðurfell við Arnarnesveg annað. Svo er það Rangárselið. Þetta eru þau stóru svæði sem við erum að skoða. Við ætlum fyrst að skoða Suðurhólana, og ætlum að koma fyrst með forkynningu á deiliskipulagsstigi fyrir það svæði, þar sem íbúar fá þá tækifæri til að segja sína skoðun á þeim hugmyndum.“ Sama muni gilda um Suðurfell, og loks Rangárselið. Ekki liggi fyrir hvenær farið verði í slíka forkynningu. Möguleiki á hundrað íbúðum Þegar Rangársel er skoðað á kortavefsjá borgarinnar fyrir uppbyggingu húsnæðis er reiturinn merktur á næst fyrsta skrefi ferlisins, sem þróunarsvæði. Þar stendur einnig „Fjöldi íbúða: 100“ og þeim skipt til helminga sem íbúðir á almennum markaði eða á forræði húsnæðisfélaga. Ef Rangárselið er skoðað á kortasjá borgarinnar um húsnæðisuppbyggingu má sjá að um þróunarsvæði er að ræða, þar sem miðað er við að hundrað íbúðir geti risið. Skipulagsferli sé þó ekki hafið. Þrátt fyrir það segir Björn ekki meitlað í stein að þarna rísi hundrað íbúðir. „Talan er nefnd í hverfisskipulaginu sem möguleiki. Síðan er það þannig að þegar við förum að vinna deiliskipulag á þróunarsvæðum, sem og öðrum, að það eru önnur sjónarmið og fleiri, ítarlegri greiningar sem þarf að fara í. Þetta hefur áhrif á endanlegan fjölda íbúða. Endanlegur fjöldi íbúða ákvarðast í deiliskipulagi. Við förum ekki af stað með það að markmiði að reisa 100 íbúðir þarna,“ segir Björn. Svæðið sem Reykjavíkurborg er með í þróunarferli í Breiðholti.Vísir/Anton Brink Markmiðið sé að koma fyrir íbúðum án þess að ganga um of á það umhverfi sem fyrir er á svæðinu. „Þá þarf að taka tillit til sjónarmiða íbúa, náttúrunnar, þess sem snýr að skuggavarpi og svo framvegis. Það eru margir þættir sem þarf að meta í þessu tilliti.“ Ekkert meitlað í stein Björn segir ekki hafa verið fallið frá neinum áformum, en ekki sé búið að tímasetja hvenær farið verði í deiliskipulagsvinnu við Rangársel. Líkt og áður sagði verði fyrst farið í slíka vinnu fyrir annað svæði, Suðurhóla. Það verði auglýst í bak og fyrir, til að mynda með tilkynningum í fjölmiðlum og á íbúafundum. „Það verður farið út með forkynningu á deiliskipulagi, áður en við setjum það í formlegt auglýsingaferli, þannig að íbúar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en við höldum lengra. Það sama gildir um hina reitina í Breiðholtinu, það er kannski aðalatriðið,“ segir Björn. Stærstur hluti þróunarreitsins.Vísir/Anton Brink Mögulega verði farið í vinnu við Rangársel síðar á þessu ári, eða á næsta ári. Það sé í öllu falli ekki rétt að segja að fallið hafi verið frá uppbyggingaráformum. „Við erum að vinna þessa þróunarreiti, hvern á fætur öðrum, en það er ekki búið að tímasetja línuna í þessu. Við erum ekki búin að falla frá einu eða neinu. Við viljum vinna þetta nánar og setja þetta síðan út í þetta forkynningarferli sem stendur til að fara út með,“ segir Björn. „Ef við erum að tala um þróunarreiti þá er endanlegur fjöldi íbúða ekki meitlaður í stein. Alls ekki. Enda væru það svolítið skrýtin vinnubrögð.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira