Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir líkams­á­rás

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sjötíu mál voru bókuð í kerfum lögreglu og þrír gist fangaklefa. Myndin er úr safni.
Sjötíu mál voru bókuð í kerfum lögreglu og þrír gist fangaklefa. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt einstakling í heimahúsi sem er grunaður um líkamsárás. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna árásarinnar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að hinn handtekni hafi verið fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sér um löggæslu í Árbæ, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Grafarvogi, Grafarholti, og Kjalarnesi.

Í dagbókinni kemur fram að sjötíu mál hafi verið bókuð í kerfum lögreglu og þrír gist fangaklefa.

Einnig er greint frá innbroti í verslun í Kópavogi, en það mál er sagt í rannsókn. Þá varð umferðarslys í Árbæ þar sem ökumaður slapp óslasaður en bíll hans reyndist óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×