Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. apríl 2025 22:47 Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði, Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði, og Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. Háskóli Íslands Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt. Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt.
Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira