Innlent

Við­bragð lög­reglu og sjúkraflutningamanna í ná­grenni Sel­foss

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Garðar segir lögreglumenn og sjúkraflutningamenn á vettvangi.
Garðar segir lögreglumenn og sjúkraflutningamenn á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan er með mikið viðbragð í nágrenni við Selfoss. Lögreglubílar og sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang.

Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að viðbragð sé í gangi en getur enn lítið tjáð sig um eðli þess.

Lögreglumenn séu að starfi á vettvangi.

„Við erum enn þá að ná utan um þetta,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×