Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2025 20:00 Daði Berg skoraði og lagði upp fyrir Vestra. vísir / anton brink Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Skagamenn byrjuðu leikinn betur og komust í tvö fín færi fyrstu fimm mínúturnar. Steinar Þorsteinsson sólaði markmanninn eftir góða stungusendingu en náði ekki að setja boltann í netið. Viktor Jónsson átti síðan frábæran skalla sem small í stöngina og út. Eftir það gekk heimamönnum hins vegar illa að skapa sér hættuleg færi og Vestri var meira ógnandi. Framherjarnir Daði Berg og Vladimir Tufegdzic voru duglegir að sækja boltann niður völlinn, sem skapaði pláss fyrir vængmennina til að vinna með. Voru búnir að banka tvisvar áður Vestri hafði skapað sér tvö góð færi með þannig uppspili og uppskar svo mark eftir tæpan hálftíma. Daði Berg sótti boltann og stakk honum svo inn fyrir á vinstri vængmanninn Diego Montiel sem kláraði færið snyrtilega, vippaði yfir Árna Marínó í marki ÍA. Næstu tíu mínútur blésu Skagamenn til sóknar í leit að jöfnunarmarki en áfram varðist Vestri vel. Gestirnir skoruðu svo annað mark, nánast upp úr engu. Bættu við eiginlega upp úr engu Guy Smit gaf langan bolta fram, Vladimir Tufegdzic vann skallaeinvígið og flikkaði boltanum á Diego Montiel sem potaði honum áfram, inn fyrir vörnina á Daða Berg sem sólaði markmanninn og kláraði færið. Vestramenn fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleik og settu upp sviðið fyrir seinni hálfleik, sem einkenndist af mikilli varnarvinnu. Vörðu forystuna vel Líklega er ekkert lið deildarinnar betra en Vestri í að verja forystu. Allar varnarfærslur þaulæfðar og ofboðslega vel skipulagðar. Skagamönnum reyndist erfitt að skapa sér stöður og færi. Batnaði aðeins með breytingum en ekki mikið Tvöföld breyting á miðsvæðinu um miðjan seinni hálfleik hressti örlítið upp á hlutina. Marko Vardic fékk mjög fínt skotfæri og Hlynur Sævar átti ágætis skalla, en í bæði skipti gerði Guy Smit vel og varði. Vestramenn fóru því með tveggja marka sigur af Skaganum. Komnir með sjö stig, ósigraðir eftir þrjár umferðir. ÍA er með þrjú stig eftir sigur gegn Fram í fyrstu umferð en hefur tapað síðustu tveimur leikjum. Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Stjörnur og skúrkar Daði Berg Jónsson stórkostlegur í kvöld, óstöðvandi virtist vera. Mark, stoðsending og langhættulegastur í leiknum þegar hann komst á ferðina. Diego Montiel með mark og stoðsendingu sömuleiðis, frábær afgreiðsla hjá honum í fyrsta markinu. Fyrirliðinn Morten Ohlsen Hansen átti fyrirmyndarleik í vörninni, sem og margir aðrir leikmenn Vestra. Enginn sem lagði ekki allt í þetta. Skúrkarnir eru miðverðir ÍA, sem soguðust alltaf að sóknarmönnum Vestra og skildu mikið pláss eftir fyrir aftan sig. Dómarar Helgi Mikael Jónasson hélt um flautuna. Ragnar Þór Bender og Eðvarð Eðvarðsson voru með flöggin. Gunnar Oddur Hafliðason sá fjórði. Ekkert út á þeirra frammistöðu að setja. Hörkuleikur og mörg atvik sem þurfti að hafa augun á, en ekkert sem fór eftirminnilega úrskeiðis. Viðtöl Jón Þór: Verðskuldaður Vestrasigur eftir mistök í upplegginu Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Bjarni „Við mættum bara feykilega öflugu liði og ég óska Vestramönnum til hamingju með sigurinn, hann var verðskuldaður og sanngjarn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, ég var ekki nógu góður í dag. Við gerðum mistök í upplegginu okkar, ég gerði mistök. Við buðum Vestramönnum upp á leik sem þeir gera frábærlega og vinna“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fljótlega eftir leik. Hann vildi ekki fara nákvæmlega yfir það hvaða mistök voru gerð í uppleggi Skagamanna. „Ég þarf bara að fara betur í gegnum það með mínum mönnum og skoða það.“ Vestri er lið sem er gott í verja forystu. Hvernig var tilfinningin hjá ykkur í hálfleik? „Já en við erum líka góðir í að koma til baka úr erfiðri stöðu, höfum gert það á undanförnum árum mjög vel og oft. Þannig að tilfinningin var þannig í hálfleiknum að ef við hefðum trú á þessu, kæmum út af krafti fyrstu tíu mínúturnar, næðum markinu, þá gætum við snúið mómentinu við. Erum svo sannarlega með lið til þess en því miður náðum við því ekki. Vestri gerði það líka bara frábærlega vel í seinni hálfleik, að standa það af sér, en ég var mjög ánægður með mitt lið. Þeir höfðu trú, voru auðvitað mikið með boltann og nálægt því nokkrum sinnum. En ekki nógu nálægt því, sköpum okkur ekki nógu mörg færi en reyndum.“ ÍA er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki og hefði viljað hafa þau töluvert fleiri. Töp í síðustu tveimur leikjum en tækifæri til að snúa genginu við næsta sunnudag. „Það er bara KR á sunnudaginn og við getum snúið þessu við þar“ sagði Jón Þór að lokum. Davíð Smári: Beinskeyttir en byggir allt á góðri vörn Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Strákarnir lögðu allt í þetta og verðskulduðu stigin þrjú“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fljótlega eftir leik. „Við vissum að við þyrftum að vera beinskeyttir og kannski meira beinskeyttir en við höfum reynt að vera. Mér fannst við gera það vel í dag, náðum að komast yfir pressuna þeirra og spila okkur þannig upp völlinn. Líka bara varnarlega, má ekki gleyma því, þetta byggist allt á góðum varnarleik. Mér fannst við sinna honum vel, allir, hver einasti leikmaður í liðinu. Ekki bara þeir sem eru titlaðir varnarmenn. Án bolta erum við bara allir að verjast. Á boltanum fannst mér við gríðarlega hugrakkir, gríðarlega sterkir. Kannski smá skrekkur fyrstu tíu mínúturnar en fyrir utan það fannst mér við spila þennan leik gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af strákunum“ hélt hann svo áfram. Maður horfir á seinni hálfleikinn þegar þið eruð verja forystuna, hugsar með sér og spyr, er eitthvað lið í deildinni betra en Vestri í að verja forystu? „Hingað til er svarið nei, en það er bara leikur á sunnudaginn [heima gegn Breiðablik] og við ætlum okkur að gera vel í þeim leik. Þá verður varnarleikurinn okkar spurður að mörgum spurningum og vonandi fæ ég góð svör.“ Davíð var næst spurður út í heitasta leikmann liðsins, Daða Berg Jónsson, sem er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í fyrstu þremur leikjunum en er á láni frá Víkingi. Víkingar hafa lent í meiðslavandræðum í upphafi tímabils og umræða hefur myndast um að mögulega kalli félagið Daða til baka. „Víkingur verður svosem bara að svara fyrir hvað þeir ætla að gera en þarna er strákur í stóru hlutverki hjá okkur, kominn í alvöru takt með sínar frammistöður og sinn feril. Mér fyndist það skrítið ef leikmaðurinn yrði tekinn úr þeim takti til að fylla upp í, ég veit svosem ekki hvaða hlutverk hann færi í hjá Víkingi, hvort það væri stórt hlutverk, en ég vona það ef þeir ætla að sækja hann. En hér er hann mikils metinn, að byrja alla leiki og fá alvöru reynslu og hún er gríðarlega dýrmæt og mikilvæg honum.“ Spyr sá sem ekki veit, hvernig virka þessir lánssamningar, gætu Víkingar kallað hann til baka bara á morgun? „Ég er svosem ekki djúpt í þessum lánssamningum en auðvitað geta þeir ekki kallað hann til baka í sama glugga, reglan leyfir það ekki. En þeir geta klárlega kallað hann til baka í næsta glugga“ sagði Davíð að lokum. Besta deild karla ÍA Vestri
Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Skagamenn byrjuðu leikinn betur og komust í tvö fín færi fyrstu fimm mínúturnar. Steinar Þorsteinsson sólaði markmanninn eftir góða stungusendingu en náði ekki að setja boltann í netið. Viktor Jónsson átti síðan frábæran skalla sem small í stöngina og út. Eftir það gekk heimamönnum hins vegar illa að skapa sér hættuleg færi og Vestri var meira ógnandi. Framherjarnir Daði Berg og Vladimir Tufegdzic voru duglegir að sækja boltann niður völlinn, sem skapaði pláss fyrir vængmennina til að vinna með. Voru búnir að banka tvisvar áður Vestri hafði skapað sér tvö góð færi með þannig uppspili og uppskar svo mark eftir tæpan hálftíma. Daði Berg sótti boltann og stakk honum svo inn fyrir á vinstri vængmanninn Diego Montiel sem kláraði færið snyrtilega, vippaði yfir Árna Marínó í marki ÍA. Næstu tíu mínútur blésu Skagamenn til sóknar í leit að jöfnunarmarki en áfram varðist Vestri vel. Gestirnir skoruðu svo annað mark, nánast upp úr engu. Bættu við eiginlega upp úr engu Guy Smit gaf langan bolta fram, Vladimir Tufegdzic vann skallaeinvígið og flikkaði boltanum á Diego Montiel sem potaði honum áfram, inn fyrir vörnina á Daða Berg sem sólaði markmanninn og kláraði færið. Vestramenn fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleik og settu upp sviðið fyrir seinni hálfleik, sem einkenndist af mikilli varnarvinnu. Vörðu forystuna vel Líklega er ekkert lið deildarinnar betra en Vestri í að verja forystu. Allar varnarfærslur þaulæfðar og ofboðslega vel skipulagðar. Skagamönnum reyndist erfitt að skapa sér stöður og færi. Batnaði aðeins með breytingum en ekki mikið Tvöföld breyting á miðsvæðinu um miðjan seinni hálfleik hressti örlítið upp á hlutina. Marko Vardic fékk mjög fínt skotfæri og Hlynur Sævar átti ágætis skalla, en í bæði skipti gerði Guy Smit vel og varði. Vestramenn fóru því með tveggja marka sigur af Skaganum. Komnir með sjö stig, ósigraðir eftir þrjár umferðir. ÍA er með þrjú stig eftir sigur gegn Fram í fyrstu umferð en hefur tapað síðustu tveimur leikjum. Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Stjörnur og skúrkar Daði Berg Jónsson stórkostlegur í kvöld, óstöðvandi virtist vera. Mark, stoðsending og langhættulegastur í leiknum þegar hann komst á ferðina. Diego Montiel með mark og stoðsendingu sömuleiðis, frábær afgreiðsla hjá honum í fyrsta markinu. Fyrirliðinn Morten Ohlsen Hansen átti fyrirmyndarleik í vörninni, sem og margir aðrir leikmenn Vestra. Enginn sem lagði ekki allt í þetta. Skúrkarnir eru miðverðir ÍA, sem soguðust alltaf að sóknarmönnum Vestra og skildu mikið pláss eftir fyrir aftan sig. Dómarar Helgi Mikael Jónasson hélt um flautuna. Ragnar Þór Bender og Eðvarð Eðvarðsson voru með flöggin. Gunnar Oddur Hafliðason sá fjórði. Ekkert út á þeirra frammistöðu að setja. Hörkuleikur og mörg atvik sem þurfti að hafa augun á, en ekkert sem fór eftirminnilega úrskeiðis. Viðtöl Jón Þór: Verðskuldaður Vestrasigur eftir mistök í upplegginu Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Bjarni „Við mættum bara feykilega öflugu liði og ég óska Vestramönnum til hamingju með sigurinn, hann var verðskuldaður og sanngjarn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, ég var ekki nógu góður í dag. Við gerðum mistök í upplegginu okkar, ég gerði mistök. Við buðum Vestramönnum upp á leik sem þeir gera frábærlega og vinna“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fljótlega eftir leik. Hann vildi ekki fara nákvæmlega yfir það hvaða mistök voru gerð í uppleggi Skagamanna. „Ég þarf bara að fara betur í gegnum það með mínum mönnum og skoða það.“ Vestri er lið sem er gott í verja forystu. Hvernig var tilfinningin hjá ykkur í hálfleik? „Já en við erum líka góðir í að koma til baka úr erfiðri stöðu, höfum gert það á undanförnum árum mjög vel og oft. Þannig að tilfinningin var þannig í hálfleiknum að ef við hefðum trú á þessu, kæmum út af krafti fyrstu tíu mínúturnar, næðum markinu, þá gætum við snúið mómentinu við. Erum svo sannarlega með lið til þess en því miður náðum við því ekki. Vestri gerði það líka bara frábærlega vel í seinni hálfleik, að standa það af sér, en ég var mjög ánægður með mitt lið. Þeir höfðu trú, voru auðvitað mikið með boltann og nálægt því nokkrum sinnum. En ekki nógu nálægt því, sköpum okkur ekki nógu mörg færi en reyndum.“ ÍA er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki og hefði viljað hafa þau töluvert fleiri. Töp í síðustu tveimur leikjum en tækifæri til að snúa genginu við næsta sunnudag. „Það er bara KR á sunnudaginn og við getum snúið þessu við þar“ sagði Jón Þór að lokum. Davíð Smári: Beinskeyttir en byggir allt á góðri vörn Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Strákarnir lögðu allt í þetta og verðskulduðu stigin þrjú“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fljótlega eftir leik. „Við vissum að við þyrftum að vera beinskeyttir og kannski meira beinskeyttir en við höfum reynt að vera. Mér fannst við gera það vel í dag, náðum að komast yfir pressuna þeirra og spila okkur þannig upp völlinn. Líka bara varnarlega, má ekki gleyma því, þetta byggist allt á góðum varnarleik. Mér fannst við sinna honum vel, allir, hver einasti leikmaður í liðinu. Ekki bara þeir sem eru titlaðir varnarmenn. Án bolta erum við bara allir að verjast. Á boltanum fannst mér við gríðarlega hugrakkir, gríðarlega sterkir. Kannski smá skrekkur fyrstu tíu mínúturnar en fyrir utan það fannst mér við spila þennan leik gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af strákunum“ hélt hann svo áfram. Maður horfir á seinni hálfleikinn þegar þið eruð verja forystuna, hugsar með sér og spyr, er eitthvað lið í deildinni betra en Vestri í að verja forystu? „Hingað til er svarið nei, en það er bara leikur á sunnudaginn [heima gegn Breiðablik] og við ætlum okkur að gera vel í þeim leik. Þá verður varnarleikurinn okkar spurður að mörgum spurningum og vonandi fæ ég góð svör.“ Davíð var næst spurður út í heitasta leikmann liðsins, Daða Berg Jónsson, sem er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í fyrstu þremur leikjunum en er á láni frá Víkingi. Víkingar hafa lent í meiðslavandræðum í upphafi tímabils og umræða hefur myndast um að mögulega kalli félagið Daða til baka. „Víkingur verður svosem bara að svara fyrir hvað þeir ætla að gera en þarna er strákur í stóru hlutverki hjá okkur, kominn í alvöru takt með sínar frammistöður og sinn feril. Mér fyndist það skrítið ef leikmaðurinn yrði tekinn úr þeim takti til að fylla upp í, ég veit svosem ekki hvaða hlutverk hann færi í hjá Víkingi, hvort það væri stórt hlutverk, en ég vona það ef þeir ætla að sækja hann. En hér er hann mikils metinn, að byrja alla leiki og fá alvöru reynslu og hún er gríðarlega dýrmæt og mikilvæg honum.“ Spyr sá sem ekki veit, hvernig virka þessir lánssamningar, gætu Víkingar kallað hann til baka bara á morgun? „Ég er svosem ekki djúpt í þessum lánssamningum en auðvitað geta þeir ekki kallað hann til baka í sama glugga, reglan leyfir það ekki. En þeir geta klárlega kallað hann til baka í næsta glugga“ sagði Davíð að lokum.