Erlent

Á­rásar­mannsins enn leitað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi í dag.
Mynd frá vettvangi í dag. EPA

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið.

Samkvæmt Aftonbladet fengu allar lögreglustöðvar í borginni eftirfarandi lýsingu á grunuðum árásarmanni: „Grímuklæddur maður í dökkum klæðum með sólgleraugu sem fór af vettvangi á rafmangshlaupahjóli.“

Lögreglan er sögð hafa sent þyrlu af stað, stöðvað umferð lesta, og athugað með bíla í von um að hafa uppi á árásarmanninum, en hingað til án árangurs. Þá verði liðsauki frá lögreglunni að störfum í nótt.

Um þessar mundir eru hátíðarhöld í borginni vegna Valborgarmessu. Þar af leiðandi var aukið lögreglulið að störfum, en það mun nú einbeita sér að leitinni og rannsókn málsins.

Talsmaður lögreglunnar segir að ekki sé talið að almenningur sé í hættu vegna þessa grunaða árásarmanns. Það sé vegna þess að lögreglan telji að um afmarkaða árás hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×