Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2025 07:31 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Hvíta húsið/Daniel Torok Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta komið Abrego Garcia, manni sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador, aftur til Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að gera það. Áður höfðu Trump og talsmenn hans haldið því fram að hann gæti ómögulega frelsað manninn, eftir að dómstólar og þar á meðal Hæstiréttur hefur skipað ríkisstjórninni að frelsa hann og flytja til Bandaríkjanna. Þetta sagði Trump í viðtali við ABC News en þar staðhæfði hann einnig ranglega að Garcia væri með „MS-13“ nafn alræmds gengis flúrað á hendi sína. Garcia var meðal hóps manna sem var fluttur í alræmt fangelsi í El Salvador og hafa embættismenn viðurkennt að það hafi verið fyrir mistök. Dómari hafði þá gefið út að ekki ætti að senda hann úr landi en síðan þá hefur tónninn frá Hvíta húsinu breyst og hefur Garcia verið málaður sem harðsvíraður glæpamaður eða jafnvel hryðjuverkamaður. Eftir að mál Garcia jók meiri athygli var hann færður úr alræmda fangelsinu sem hann var upprunalega sendur í og í annað fangelsi. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að herför Nayib Bukele, forseta El Salvador, gegn glæpagengjum hafi leitt til þess að margir ungir menn með húðflúr, sem hafi ekki verið meðlimir í glæpasamtökum, hafi endað í fangelsi. Sjá einnig: Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Trump og embættismenn hans, auk Nayib Bukele, forseta El Salvador, hafa allir haldið því fram að ómögulegt sé að koma Garcia aftur til Bandaríkjanna. Trump hefur sagt að hann hafi ekki vald til að frelsa hann í El Salvador og Bukele segist ekki hafa vald til að senda hann til Bandaríkjanna. Það var þar til í fyrradag, þegar Trump viðurkenndi að hann gæti komið Garcia aftur til Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vilja gera það, því hann teldi Garcia glæpamann. „Ef hann væri herramaðurinn sem þú segir að hann sé, gæti ég gert það. Hann er það ekki.“ Trump hélt því einnig fram að Garcia hefði gengið í skrokk á eiginkonu sinni. Hún fór fram á vernd frá honum árið 2021 og hélt því fram að hann hefði ráðist á hana nokkrum sinnum. Eiginkona Garcia, Jennifer Vasquez Sura segist þó hafa hætt að fylgja málinu eftir. Þau hafi „unnið í gegnum ástandið eins og fjölskylda“ og leitað ráðgjafar, eins og farið er yfir í grein BBC. Karoline Leavitt, talskona Trumps, hefur einnig sakað Garcia um þátttöku í mansali. Er það á grunni þess að hann var færður í hald lögreglu í Tennessee árið 2022 eftir að hann var stoppaður fyrir of hraðan akstur. Þá voru átta aðrir menn með honum í bílnum og enginn með farangur og grunaði lögregluþjóninn sem stöðvaði hann að um mansal væri að ræða. Hann var þó ekki ákærður Eiginkona Garcia hefur bent á að Garcia hafi unnið við smíðar og hafi oft keyrt aðra menn milli vinnustaða. Hefur aldrei verið dæmdur Abrego Garcia er frá El Salvador en fór ólöglega inn í Bandaríkin árið 2012. Hann var handtekinn í mars 2019 í umdeildu máli þar sem hann var sakaður um glæpastarfsemi en ekki dæmdur fyrir neinn glæp, eins og fram kemur í grein New York Times. Í október 2019 komst dómari að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að vísa honum aftur til El Salvador þar sem honum átti að stafa ógn af glæpagengjum þar. Hann var þó handtekinn aftur í mars á þessu ári, sakaður um að vera meðlimur MS-13 og fluttur í mjög umdeilt fangelsi í El Salvador. Garcia var aldrei færður fyrir dómara áður en hann var fluttur úr landi, eins og lögin og stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um. Hann hefur þar að auki aldrei verið ákærður eða dæmdur fyrir að vera meðlimur í glæpagengi. Árið 2019 voru lagðar fram meint sönnunargögn um að Garcia tilheyrði MS-13 en dómarar hafa dregið trúverðugleika þeirra verulega í efa. Einn sagði þau eingöngu byggja á því að hann hafi verið í hettupeysu og á óljósum ásökunum frá ónefndum heimildarmanni um að Garcia hafi tilheyrt afsprengi MS-13 í New York, þó hann hafi aldrei búið þar. Virðist telja breytta mynd raunverulega Hvíta húsið hefur áður deilt mynd af Trump halda á mynd af húðflúrum Garcia á fingrum hans, þar sem búið var að bæta við „MS-13“ fyrir ofan húðflúrin, sem áttu þá að tákna nafn glæpasamtakanna. Sérfræðingar hafa dregið í efa að húðflúrin, sem eru af kannabislaufi, látnum broskalli, krossi og höfuðkúpu, tákni í raun MS-13. Í viðtalinu virtist Trump þó standa í þeirri trú að „MS-13“ sem starfsmenn hans bættu við myndina, hafi verið raunverulegt. Hluta viðtalsins þar sem rætt var um málefni innflytjenda og Garcia má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump El Salvador Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár. 30. apríl 2025 10:44 Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58 Rúmur helmingur óhress með Trump Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. 27. apríl 2025 20:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Þetta sagði Trump í viðtali við ABC News en þar staðhæfði hann einnig ranglega að Garcia væri með „MS-13“ nafn alræmds gengis flúrað á hendi sína. Garcia var meðal hóps manna sem var fluttur í alræmt fangelsi í El Salvador og hafa embættismenn viðurkennt að það hafi verið fyrir mistök. Dómari hafði þá gefið út að ekki ætti að senda hann úr landi en síðan þá hefur tónninn frá Hvíta húsinu breyst og hefur Garcia verið málaður sem harðsvíraður glæpamaður eða jafnvel hryðjuverkamaður. Eftir að mál Garcia jók meiri athygli var hann færður úr alræmda fangelsinu sem hann var upprunalega sendur í og í annað fangelsi. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að herför Nayib Bukele, forseta El Salvador, gegn glæpagengjum hafi leitt til þess að margir ungir menn með húðflúr, sem hafi ekki verið meðlimir í glæpasamtökum, hafi endað í fangelsi. Sjá einnig: Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Trump og embættismenn hans, auk Nayib Bukele, forseta El Salvador, hafa allir haldið því fram að ómögulegt sé að koma Garcia aftur til Bandaríkjanna. Trump hefur sagt að hann hafi ekki vald til að frelsa hann í El Salvador og Bukele segist ekki hafa vald til að senda hann til Bandaríkjanna. Það var þar til í fyrradag, þegar Trump viðurkenndi að hann gæti komið Garcia aftur til Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vilja gera það, því hann teldi Garcia glæpamann. „Ef hann væri herramaðurinn sem þú segir að hann sé, gæti ég gert það. Hann er það ekki.“ Trump hélt því einnig fram að Garcia hefði gengið í skrokk á eiginkonu sinni. Hún fór fram á vernd frá honum árið 2021 og hélt því fram að hann hefði ráðist á hana nokkrum sinnum. Eiginkona Garcia, Jennifer Vasquez Sura segist þó hafa hætt að fylgja málinu eftir. Þau hafi „unnið í gegnum ástandið eins og fjölskylda“ og leitað ráðgjafar, eins og farið er yfir í grein BBC. Karoline Leavitt, talskona Trumps, hefur einnig sakað Garcia um þátttöku í mansali. Er það á grunni þess að hann var færður í hald lögreglu í Tennessee árið 2022 eftir að hann var stoppaður fyrir of hraðan akstur. Þá voru átta aðrir menn með honum í bílnum og enginn með farangur og grunaði lögregluþjóninn sem stöðvaði hann að um mansal væri að ræða. Hann var þó ekki ákærður Eiginkona Garcia hefur bent á að Garcia hafi unnið við smíðar og hafi oft keyrt aðra menn milli vinnustaða. Hefur aldrei verið dæmdur Abrego Garcia er frá El Salvador en fór ólöglega inn í Bandaríkin árið 2012. Hann var handtekinn í mars 2019 í umdeildu máli þar sem hann var sakaður um glæpastarfsemi en ekki dæmdur fyrir neinn glæp, eins og fram kemur í grein New York Times. Í október 2019 komst dómari að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að vísa honum aftur til El Salvador þar sem honum átti að stafa ógn af glæpagengjum þar. Hann var þó handtekinn aftur í mars á þessu ári, sakaður um að vera meðlimur MS-13 og fluttur í mjög umdeilt fangelsi í El Salvador. Garcia var aldrei færður fyrir dómara áður en hann var fluttur úr landi, eins og lögin og stjórnarskrá Bandaríkjanna segja til um. Hann hefur þar að auki aldrei verið ákærður eða dæmdur fyrir að vera meðlimur í glæpagengi. Árið 2019 voru lagðar fram meint sönnunargögn um að Garcia tilheyrði MS-13 en dómarar hafa dregið trúverðugleika þeirra verulega í efa. Einn sagði þau eingöngu byggja á því að hann hafi verið í hettupeysu og á óljósum ásökunum frá ónefndum heimildarmanni um að Garcia hafi tilheyrt afsprengi MS-13 í New York, þó hann hafi aldrei búið þar. Virðist telja breytta mynd raunverulega Hvíta húsið hefur áður deilt mynd af Trump halda á mynd af húðflúrum Garcia á fingrum hans, þar sem búið var að bæta við „MS-13“ fyrir ofan húðflúrin, sem áttu þá að tákna nafn glæpasamtakanna. Sérfræðingar hafa dregið í efa að húðflúrin, sem eru af kannabislaufi, látnum broskalli, krossi og höfuðkúpu, tákni í raun MS-13. Í viðtalinu virtist Trump þó standa í þeirri trú að „MS-13“ sem starfsmenn hans bættu við myndina, hafi verið raunverulegt. Hluta viðtalsins þar sem rætt var um málefni innflytjenda og Garcia má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár. 30. apríl 2025 10:44 Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58 Rúmur helmingur óhress með Trump Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. 27. apríl 2025 20:41 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10
Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár. 30. apríl 2025 10:44
Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58
Rúmur helmingur óhress með Trump Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. 27. apríl 2025 20:41