Handbolti

Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg.
Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg. vísir/getty

Ef Magdeburg ætlar sér að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá þarf liðið að komast í gegnum ríkjandi Evrópumeistara Barcelona.

Nú í dag var dregið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en leikið er í Köln venju samkvæmt.

Magdeburg spilar við Barcelona en í hinum leiknum spilar þýska félagið Füchse Berlin gegn franska liðinu Nantes.

Magdeburg komst í úrslitahelgina í gær með dramatísku sigurmarki Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í lok leiksins. Ómar Ingi Magnússon er einnig leikmaður þýska liðsins.

Undanúrslitaleikirnir fara fram í Lanxess-höllinni í Köln þann 14. júní og úrslitaleikurinn er á sama stað daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×