„Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Ágúst Orri Arnarson og Valur Páll Eiríksson skrifa 4. maí 2025 08:02 Formaður og varaformaður HSÍ taka í hönd Þóris þegar ráðningin var tilkynnt í gær. HSÍ HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita