Innlent

Konan í gæslu­varð­haldi í mánuð til við­bótar

Árni Sæberg skrifar
Konan var handtekin á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Konan var handtekin á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Gæsluvarðhaldið yfir konu um þrítugt vegna rannsóknar á andláti föður hennar hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 3. júní. 

Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan föstudaginn 11. apríl síðastliðinn, þegar faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hingað til hefur konan mátt dúsa í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×