Innlent

Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á veg­faranda á hlaupahjóli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni.
Atvikið átti sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Bíl var ekið á vegfaranda á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Vegna rannsóknar slyssins er Miðhúsabrautin lokuð á afmörkuðum kafla. Lokunin er við Mýrarveg, Þórunnarstræti við kirkjugarðinn og við Naustabraut.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þar segir að ökumaður hlaupahjólsins hafi verið eitthvað slasaður en með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þá segir að ekki sé vitað hversu lengi lokunin muni standa yfir.

Kort sem lögreglan birti til að skýra lokunina.Lögreglan á norðurlandi eystra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×