Enski boltinn

Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serena Williams og Alexis Ohanian gengu í hjónaband 2017. Þau eiga tvö börn saman.
Serena Williams og Alexis Ohanian gengu í hjónaband 2017. Þau eiga tvö börn saman. getty/Cliff Hawkins

Alexis Ohanian, stofnandi Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serenu Williams, hefur keypt hlut í kvennaliði Chelsea.

Ohanian keypti 8-10 prósenta hlut í Chelsea sem talið er að sé metinn á tuttugu milljónir punda. Ohanian sest í stjórn félagsins.

„Ég er stoltur að tilkynna að ég hef gengið til liðs við Chelsea sem fjárfestir og stjórnarmaður. Ég er þakklátur fyrir tækifærið að hjálpa þessu einstaka félagi að verða eftirlæti allra í ensku deildinni og miklu, miklu meira,“ sagði Ohanian.

Hann var stærsti hluthafi í bandaríska félaginu Angel City þangað til hann seldi hlut sinn í fyrra fyrir tæplega tvö hundruð milljónir punda.

Eftir fjárfestingu Ohanians er talið að virði Chelsea sé um tvö hundruð milljónir punda. Liðið hefur orðið enskur meistari undanfarin sex ár en það tapaði ekki deildarleik á þessu tímabili, vann deildabikarinn og er komið í úrslit bikarkeppninnar þar sem það mætir Manchester United. Leikurinn fer fram á Wembley á sunnudaginn en búist er við því að Ohanian og Serenu mæti á hann.

Ohanian stofnaði samfélagsmiðilinn Reddit og talið er að eigur hans séu metnar á 150 milljónir punda. Auk þess að vera hluthafi í Chelsea á hann hlut í TGL golf deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×