Munaðarlausir otraungar vekja lukku
Fjórir munaðarlausir otraungar hafa vakið mikla lukku í Álasundi í Noregi og dregið fjölda fólks að. Fullorðni oturinn Muffe, hefur með aðstoð sjávarlíffræðingsins Mariu Bekjorden í Atlantshafsgarðinum, verið að kenna ungunum Oda, Lilly, Söru og Emmet lífsreglurnar.