Rax Augnablik - Barrow Alaska

Bærinn Barrow í Alaska er mjög afskekktur, umlukinn auðn sem er svo rist upp með miklum fjallgörðum. Bærinn er nyrsta byggð Norður Ameríku og þar búa u.þ.b. 4000 manns af frumbyggjaættum. Veiðimenn bæjarins veiða einn og einn hval á frumstæðum skinnbátum og deila svo kjötinu með öllum bæjarbúum. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson elti veiðimennina út á hafísinn og en þeir þurfa að hafa hraðar hendur við að gera að hvalnum því hann lokkar til sín ísbirni sem geta verið stórhættulegir.

7850
08:31

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik