RAX Augnablik - Síðasti hreppstjórinn á Ströndum

Guðmundur Jónsson bóndi var síðasti hreppstjórinn í Árneshreppi á Ströndum og fluttist þaðan ásamt eiginkonu sinni, Sólveigu Jónsdóttur, haustið 2005. Þau eyddu öllum sumrum eftir það á gamla bænum þeirra í Munaðarnesi og ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hitti þau eitt sumarið, 20 árum eftir að hann heimsótti þau fyrst og myndaði Guðmund á sömu stöðum og 20 árum fyrr. Guðmundur rifjaði upp sögur af póstferðum sem hann og faðir hans fóru gangandi að vetri, til þeirra bæja sem ekki voru í vegsambandi. Svoleiðis ferð yfir snævi þökt fjöllin gat tekið fjóra til fimm daga og enginn vissi hvernig fyrir þeim var komið fyrr en þeir komust á áfangastað og í símasamband.

12982
05:18

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik