Myndbandaspilari er að hlaða.
Jónína Konráðsdóttir var útnefnd Afrekskona Léttbylgjunnar
Jónína Konráðsdóttir hefur verið leikskólastjóri frá opnun Sólborgar sumarið 1994. Meginmarkmið leikskólans er að móta skóla sem mætir þörfum allra barna í sameiginlegu umhverfi. Sérhæfin skólans er á sviði kennslu heyrnarskertra og heyrnarlausra barna. Börnin fá meðal annars að kynnast táknmáli frá fyrstu hendi þar sem heyrnarlausir starfsmenn eru hluti af starfsliði skólans.