
Telja Samherja hafa samkeppnisforskot
Forsvarsmenn Matorku telja fyrirtæki í bleikjueldi á Íslandi búa við samkeppnisforskot. Rekstraraðilar hafi keypt stöðvar á „hrakvirði“ út úr þrotabúum. Framkvæmdastjóri Íslandsbleikju segir fullyrðingarnar ekki eiga við rök að styðjast.