Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Kviðslitinn á kaldri slóð

„Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Óvinafagnaður sett í salt

„Þetta var bara samningur milli mín og kvikmyndamiðstöðvarinnar að myndin skyldi vera tekin út að þessu sinni og þannig rýmt fyrir aðrar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hver átti að leika hvern?

Þegar leikarar í Hollywood velja sér hlutverk í kvikmyndum, þurfa þeir að vera afar passasamir. Röng hlutverk gætu komið harkalega niður á vinsældum þeirra og auðvelt er að veðja á rangan hest. Eins þurfa framleiðendur að vera mjög varkárir þegar þeir velja leikara í hlutverk, en hinn almenni áhorfandi er mjög kröfuharður.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hornby floppar

Nýjum söngleikjum farnast ekki vel á Broadway þessi dægrin. Raunar var rokksöngleik byggðum á leikverki Frank Wedekinds, Vorið vaknar, tekið vel á forsýningum og frumsýningu í vikunni, en söngleikur sem byggir á skáldsögu Nick Hornby, High Fidelity, lauk keppni á miðvikudag eftir aðeins fjórtán sýningar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hjarðmyndun í Hollywood

Frægu stjörnurnar í Hollywood hafa tilhneigingu til að hópa sig saman og vera áberandi í skemmtanalífinu. Fréttablaðið kynnti sér nokkra af þekktustu vinum kvikmyndaborgarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bob hótar málssókn og látum

Hinn 27. desember verður kvikmyndin Factory Girl frumsýnd í Bandaríkjunum en hún fjallar um Edie Sedgwick sem lék í mörgum stuttmyndum eftir Andy Warhol og var honum mikill innblástur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blendnar tilfinningar Benedikts

„Þeir sem vilja fá klikkað leikhús, fá klikkað leikhús. Þeir sem vilja fá blóð fá blóð, þeir sem vilja söngleik fá söngleik, þeir sem vilja absúrd leikhús fá absúrd leikhús og þeir sem vilja venjulegt leikhús fá venjulegt leikhús.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ánægja með nýju Rocky

Almenn ánægja ríkir meðal áhorfenda með nýjustu kvikmynd Sylvester Stallone, Rocky 6, en margir spáðu því að búið væri að blóðmjólka persónuna. Sextán ár eru síðan síðasta Rocky-mynd kom út og heil þrjátíu síðan fyrsta myndin leit dagsins ljós.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Suðurland fær meðbyr

„Maður getur aldrei sagt af eða á í svona málum, væri bjánalegt að staðfesta eitt eða annað enda er það með þennan bransa eins og með svo margt annað að hlutirnir breytast ansi hratt," segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sprengingar og sverðaglamur í ársbyrjun

Jack Bauer heldur áfram að bjarga heiminum og menn berast enn á banaspjótum í Róm í nýjum þáttaröðum 24 og Rome sem hefja göngu sína í Bandaríkjunum í upphafi árs. Þættirnir munu skila sér hratt og örugglega til Íslands þannig að aðdáendur þeirra geta farið að hlakka til.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stelpurnar, Strákarnir og Svínasúpan fá gulldisk

Nýútkomnir DVD-diskar með grínþáttunum Stelpunum, Strákunum og Svínasúpunni hafa náð þeim áfanga að hafa selst í yfir 5 þúsund eintökum. Af því tilefni verður leikurum og aðstandendum þessara skemmtilegu grínþátta, sem sýndir voru á Stöð 2, afhentir gulldiskar á morgun laugardag. Einnig fær Mæðrastyrksnefnd afhendar gjafir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ræna Donald Trump

Á næsta ári verður tekin upp ný kvikmynd sem skartar engum öðrum en þeim Eddie Murphy og Chris Rock í aðalhlutverki. Rock og Murphy munu leika húsverði í Trump Tower sem leggja á ráðin um að ræna húsráðandann sjálfan, Donald Trump.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Peter Boyle látinn

Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Babel fékk flestar tilnefningar

Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ólíkindatólin í akademíunni

Þó að enn séu tæpir tveir mánuðir þar til tilkynnt verður hverjir eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna eru fjölmiðlungar þegar farnir að spá í spilin fyrir stóra daginn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Framtíðinni breytt

Denzel Washington leikur alríkislögreglumann sem fær undarlegt tækifæri til þess að breyta framtíðinni, í Deja Vu, nýjustu spennumynd leikstjórans Tony Scott.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjalakötturinn endurreistur

Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn rís úr öskustónni fljótlega eftir áramót ef allt gengur að óskum. Kvikmyndaunnendur þurfa því ekki lengur að bíða langeygir eftir næstu kvikmyndahátíð til að berja augum þær myndir sem liggja utan ráðandi strauma.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eragon berst gegn hinu illa á drekabaki

Ævintýramyndin Eragon verður frumsýnd á heimsvísu á föstudaginn og þar með lýkur langri bið aðdáenda bóka Christopher Paolini eftir því að sjá hetjuna Eragon og drekann Saphiru lifna við á hvíta tjaldinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vill gera framhald

Gamanleikarinn Ben Stiller undirbýr nú framhald myndarinnar Zoolander ásamt góðvini sínum, Owen Wilson. Fyrri myndin, sem þeir félagar léku saman í, naut mikilla vinsælda. Fjallaði hún um karlfyrirsætur og ævintýri þeirra. Meðal leikara voru Will Ferrell, Milla Jovovich, Christine Taylor og Jerry Stiller.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þakka fyrir að vera á lífi

Tökur eru nú hafnar á Duggholufólkinu fyrir vestan. Ari Kristinsson er leikstjóri myndarinnar sem hann segir vera jólamynd í ítrasta skilningi. „Þetta er barna- og fjölskyldumynd sem við ætlum okkur að frumsýna um næstu jól.“

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gibson á toppinn

Kvikmyndin Apocalypto í leikstjórn Mel Gibson fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum eftir fyrstu frumsýningarhelgina. Myndin fjallar um Maya-indíána í Mið-Ameríku og er töluð á mállýsku þeirra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikur ekki í Rush Hour

Belgíska buffið, Jean Claude Van Damme, hefur borið til baka orðróm um að hann muni leika vonda kallinn í grín-hasarmyndinni Rush Hour 3 á móti Jackie Chan og Chris Tucker.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjóla smáborgari í sjónvarp

Smáborgarinn Fjóla er aðalpersóna sjónvarpsþáttar sem tökur hefjast á í dag. Fjóla er úr smiðju Ólafíu Hrannar Jónsdóttur leikkonu, en óvenjuhátt hlutfall kvenna er við stjórnvölinn við þáttagerðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Axel Foley snýr aftur

Ljóst er að Eddie Murphy muni snúa aftur sem lögreglumaðurinn Axel Foley í kvikmyndinni Beverly Hills Cop 4. Eddie hefur þegar skrifað undir samning við Paramount, framleiðanda kvikmyndarinnar en óákveðið er hver leikstýrir kvikyndinni eða skrifar handritið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stökkpallur fyrir hæfileikafólk

Heimasíðan Youtube.com er ein sú vinsælasta á netinu. Fjöldinn allur af fólki hefur hlaðað inn myndböndum á síðuna og reyna margir að vekja á sér eftirtekt og vona að þannig verði þeir uppgötvaðir með hjálp síðunnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gibson bjartsýnn

Þrátt fyrir að hafa verið mikið í fréttum undanfarið af miður góðum ástæðum er leikstjórinn Mel Gibson bjartsýnn á velgengni nýjustu myndar sinnar, Apocalypto, sem verður frumsýnd innan skamms.

Bíó og sjónvarp