Næsti Dumbledore fundinn Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Bíó og sjónvarp 13.2.2025 15:16
Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. Bíó og sjónvarp 11.2.2025 12:31
Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie. Bíó og sjónvarp 4.2.2025 15:58
Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Sigurjón Sighvatsson minnist vinar síns, David Lynch, sem eins áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra sögunnar. Lynch hafi verið prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og var alltaf langt á undan sinni samtíð. Bíó og sjónvarp 19.1.2025 09:02
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti. Bíó og sjónvarp 16.1.2025 07:02
Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. Bíó og sjónvarp 15.1.2025 13:02
Krefur Disney um tíu milljarða dala Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana. Bíó og sjónvarp 14.1.2025 15:18
Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance. Bíó og sjónvarp 9.1.2025 20:02
Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Gagnrýnendur eru hrifnir af verstfirska hryllingstryllinum The Damned eftir Þórð Pálsson. Myndin var á dögunum frumsýnd í Bandaríkjunum þar sem hún var tekjuhæsta nýja myndin á opnunarhelginni. Bíó og sjónvarp 9.1.2025 11:53
Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. Bíó og sjónvarp 7.1.2025 15:21
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. Bíó og sjónvarp 22.12.2024 10:41
Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Einungis rúmum hálftíma eftir að Aldís Amah Hamilton leikkona hafði sent inn prufu til að hreppa hlutverk í íslensk-amerísku jólamyndinni The Christmas Quest úr smiðju Hallmark bárust henni skilaboð frá framleiðendum myndarinnar um að hún hefði fengið hlutverkið. Bíó og sjónvarp 22.12.2024 07:00
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Fyrsta stiklan úr íslensku hryllingsmyndinni The Damned er mætt á Vísi. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Þórðar Pálssonar sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum. Myndin er frumsýnd hér á landi 23. janúar en hún hefur þegar vakið athygli erlendis. Bíó og sjónvarp 16.12.2024 12:57
Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Bíó og sjónvarp 12.12.2024 00:04
„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. Bíó og sjónvarp 11.12.2024 13:48
Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Emilia Pérez er með tíu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda í ár. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er The Bear en þáttaröðin fékk alls fimm. Bíó og sjónvarp 9.12.2024 14:46
„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. Bíó og sjónvarp 8.12.2024 15:51
Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. Bíó og sjónvarp 27.11.2024 20:56
Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi. Bíó og sjónvarp 27.11.2024 18:37
Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn Bandaríski leikstjórinn Jim Abrahams sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað og leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane! Police Squad! og Naked Gun er látinn. Hann var áttatíu ára gamall. Bíó og sjónvarp 27.11.2024 15:02
„Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ „Þetta var bara draumur að rætast,“ segir tónlistarkonan Sigga Ózk sem ljáir stórstjörnunni Ariönu Grande rödd sína í íslenskri talsetningu af söngleikjamyndinni Wicked. Myndin var forsýnd á dögunum í Laugarásbíói við mikinn fögnuð. Bíó og sjónvarp 27.11.2024 08:01
Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Grínistarnir Steindi jr og Saga Garðars munu rifja upp gamla takta í sketsaseríunni Draumahöllinni sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í desember og janúar. Steindi segist himinlifandi með að komast loksins aftur í að gera sketsaþætti eftir nokkurra ára hlé þó Draumahöllin verði enginn hefðbundinn sketsaþáttur. Bíó og sjónvarp 24.11.2024 13:02
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. Bíó og sjónvarp 23.11.2024 13:19
Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Í gær fór fram forsýning á hinum vinsælu þáttum IceGuys en yfir áttahundruð manns mættu í Smárabíó þar sem fyrstu tveir þættirnir voru sýndir í heilum þremur bíósölum. Að sögn framleiðenda var mikil gleði og spenna í loftinu og augljóst að hér var um að ræða viðburð sem enginn vildi missa af. Bíó og sjónvarp 22.11.2024 11:31