Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

„Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“

Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála.

Áskorun
Fréttamynd

Keyptu ó­nýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs

Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekkert í af­stöðu sam­takanna

Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Innlent
Fréttamynd

Sindri og Ísi­dór sýknaðir í hryðjuverkamálinu

Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á al­manna­færi

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum.

Innlent
Fréttamynd

Um­talað kynferðisbrotamál fer á efsta dóm­stigi

Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Með fimm­tán kíló af grasi í töskunni

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Stein­hissa“ þegar honum var birt á­kæra

„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Amma gerandans svarar á­kalli föður Bryn­dísar Klöru

Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu

Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með tuttugu kíló af hassi og mariju­ana í far­angrinum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karl og konu í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á maríjuana og hassi til landsins. Fólkið flutti efnin til landsins í farangurstöskum sínum með flugi til landsins í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur

Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Segir allar á­sakanir full­kom­lega tilhæfulausar

Þórður Már Jóhannesson fjárfestir segir allar staðhæfingar Björns Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Lyfjablóms, í tengslum við atvika er varða fjárfestingarfélagið Gnúp á árunum fyrir hrun fullkomlega tilhæfulausar. Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggjast aftur yfir mynd­efnið

Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild við­skipti fá ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. 

Viðskipti innlent