Segir mikilvægt í huga albönsku konunnar að engin önnur lendi í því sama Albönsk kona sem vísað var úr landi á níunda mánuði meðgöngu er létt yfir því að hafa fengið viðurkenningu frá íslenska ríkinu að á réttindum hennar hafi verið brotið. Innlent 22. júní 2022 18:16
Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. Innlent 22. júní 2022 15:39
Ævintýralegur flótti upp á líf og dauða er ljóslifandi í huga úkraínskrar fjölskyldu Ævintýralegur flótti upp á líf og dauða er ljóslifandi í huga úkraínskar fjölskyldu sem var föst í hrikalegum aðstæðum í Maríupól í rúman mánuð, en er nú komin til Íslands. Innlent 9. júní 2022 08:00
Einstaklingar hafi „farið í þannig ástand“ við handtöku að þeim var gefið róandi Upp hafa komið tilvik þar sem einstaklingar sem flytja á úr landi í fylgd hafa „farið í þannig ástand“ að nauðsynlegt hefur þótt að gefa viðkomandi róandi lyf. Þetta hefur verið gert til að koma í veg fyrir að viðkomandi skaði sjálfan sig eða aðra. Innlent 9. júní 2022 06:36
Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. Innlent 4. júní 2022 12:59
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. Innlent 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. Innlent 27. maí 2022 11:01
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Innlent 24. maí 2022 21:00
Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Innlent 22. maí 2022 16:31
Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. Innlent 21. maí 2022 14:11
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Innlent 17. maí 2022 23:01
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. Innlent 13. maí 2022 12:00
Náðir þú að pakka? Neyðarsöfnun UN Women fyrir konur og stúlkur á flótta „Við megum ekki sofna á verðinum gagnvart því sem er að eiga sér stað í heiminum í þessum töluðu orðum. Raunveruleikinn er sá sem hann er þó þol okkar gagnvart fréttum af stríðinu dvíni og því gríðarlega mikilvægt að tryggja að hjálparsamtök hafi áfram bolmagn til að veita lífsbjargandi aðstoð,“ segir María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi en samtökin hafa hrundið af stað neyðarstöfnuninni „Náðir þú að pakka?“ Samstarf 2. maí 2022 09:46
Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Innlent 29. apríl 2022 22:05
Tæplega þrjú hundruð flóttamenn um borð í Ocean Viking Á síðustu dögum hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 295 einstaklingum á Miðjarðarhafi í tveimur björgunaraðgerðum, þar af 132 fylgdarlausum börnum. Skipið er gert út af hálfu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í samvinnu við samtökin SOS Mediterranee. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi, meðal annars frá utanríkisráðuneytinu. Heimsmarkmiðin 29. apríl 2022 09:37
Tekið á móti allt að 140 úkraínskum flóttamönnum úr viðkvæmum hópum Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Tekið verður á móti allt að 140 manns úr þeim hópum. Innlent 22. apríl 2022 12:27
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. Innlent 12. apríl 2022 12:03
Ísland styður við móttöku flóttamanna í Moldóvu Íslensk stjórnvöld tilkynntu í gær um 50 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til að bregðast við álagi á innviði í Moldóvu vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Heimsmarkmiðin 6. apríl 2022 09:03
Navas aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Keylor Navas, markvörður PSG, hefur boðist til að hýsa minnst 30 úkraínska flóttamenn í húsi sínu í París. Fótbolti 26. mars 2022 16:42
Aukum þátttökurétt í atvinnulífinu Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Skoðun 24. mars 2022 07:31
Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. Innlent 23. mars 2022 22:31
Reykjavík hefur opinn faðm Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Skoðun 20. mars 2022 10:00
Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. Innlent 19. mars 2022 19:01
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. Innlent 18. mars 2022 22:16
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Innlent 18. mars 2022 21:45
Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. Innlent 18. mars 2022 21:01
Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. Innlent 18. mars 2022 19:52
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. Heimsmarkmiðin 16. mars 2022 14:10
Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Erlent 15. mars 2022 21:48
Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Erlent 13. mars 2022 16:56