Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Marcus Rashford átti sinn besta leik í langan tíma þegar Aston Villa var nálægt því koma einvígi sínu gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í framlengingu. Unai Emery, þjálfari Villa, tók Rashford hins vegar af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Fótbolti 17.4.2025 08:02
Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Hinn skemmtilegi liður Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar. Þar fá sérfræðingar þáttarins 60 sekúndur til að svara spurningum sem birtast á skjánum fyrir framan þá. Menn eiga það þó til að fara yfir tíma. Íslenski boltinn 17.4.2025 07:01
Aubameyang syrgir fallinn félaga Framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang er meðal þeirra sem syrgir Aaron Boupendza, fyrrverandi landsliðsmann Gabon sem lést eftir að falla af 11. hæð byggingar í Kína. Fótbolti 16.4.2025 23:17
„Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn 16.4.2025 20:39
Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn 16.4.2025 17:15
Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd eru úr leik eftir 1-2 tap gegn Skyttunum hans Mikel Arteta á heimavelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Arsenal vinnur einvígið 5-1 eftir frábæran 3-0 sigur á heimavelli. Fótbolti 16. apríl 2025 18:30
Viðar Örn að glíma við meiðsli Viðar Örn Kjartansson, framherji KA í Bestu deild karla í fótbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Víking á dögunum. Hallgrímur Jónasson staðfesti meiðslin í stuttu viðtali við Fótbolti.net. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 18:00
Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Þór/KA gerði sér góða ferð suður og sigraði Víking, 4-1, í Víkinni í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru að reyna að finna taktinn í upphafi tímabilsins. Norðankonur áttu hættulegri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 17:15
Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Tindastóll tók á móti FHL í fyrsta leik Austfjarðaliðs í efstu deild í rúm þrjátíu ár, eða síðan árið 1994. Stólarnir sýndu hins vegar enga miskunn og sóttu stigin þrjú með 1-0 sigri. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 17:15
Ætlar ekki að verja forystuna Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir ljóst að leikmenn liðs hans mæti ekki til leiks gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með það fyrir augum að verja forystu sína. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0. Fótbolti 16. apríl 2025 16:32
Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Í lokaþætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi tekur Baldur Sigurðsson púlsinn á nýliðunum frá Austfjörðum í FHL sem í fyrsta sinn spila í Bestu deildinni í sumar. Þjálfarinn Björgvin Karl Gunnarsson sýnir Baldri meðal annars aðstöðuna í Fjarðabyggð. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 16:00
Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að André Onana yrði í marki United í leiknum mikilvæga við Lyon annað kvöld. Enski boltinn 16. apríl 2025 15:02
Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Kerfisbilun varð til þess að Evrópudeildarlagið var spilað fyrir leik Aston Villa og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 16. apríl 2025 14:31
Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 13:45
Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, vill leiða argentínska landsliðið út á völlinn á næsta heimsmeistaramóti. Þetta segir liðsfélagi hans hjá Inter Miami, Luis Suárez. Fótbolti 16. apríl 2025 13:00
Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Nú er orðið ljóst að Kylian Mbappé sleppur með aðeins eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir háskalega tæklingu sína í 1-0 sigri Real Madrid gegn Alaves á Spáni um helgina. Fótbolti 16. apríl 2025 12:01
„Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Ég er bara spennt fyrir þessu tímabili og tek því hlutverki sem mér býðst í Val. Ég hlakka til að hjálpa til við það sem ég get,“ segir Elín Metta Jensen sem snýr aftur í Bestu deildina í sumar eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 10:02
Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 16. apríl 2025 09:30
Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Franska félagið Paris Saint Germain og spænska liðið Barcelona komust í gær áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að tapa sínum leikjum. Það vantaði ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gær og nú má sjá þau hér á Vísi. Fótbolti 16. apríl 2025 08:31
„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ „Ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað, þó það sé engin draumastaða ef ég þarf að hætta svona,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 08:01
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 07:33
Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Marcel Römer var fyrirliði Lyngby í efstu deild Danmerkur en þó ekki í myndinni hjá þjálfarateymi félagsins. Hann grínaðist með að vilja prófa eitthvað nýtt og er nú mættur til Akureyrar þar sem hann mun spila fyrir bikarmeistara KA í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 16. apríl 2025 07:02
Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Sænska B-deildarliðið Östersund hefur gefið út að markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson verði frá keppni um ókomna tíð. Ekki er um meiðsli að ræða en leikmaðurinn hefur beðið um frí vegna persónulegra ástæðna. Fótbolti 15. apríl 2025 23:02
„Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Þróttur sigraði Fram 3-1 á AVIS vellinum í 1. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þróttur hafði öll völd á vellinum og voru spiluðu vel á meðan Fram átti í töluverðum erfiðleikum að ógna að marki Þróttar og margt sem ekki gekk nægilega vel. Íslenski boltinn 15. apríl 2025 21:16
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta af krafti og sýndu af hverju því er spáð að þær standi uppi sem meistarar að tímabilinu loknu. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 15. apríl 2025 21:00
„Gott að vera komin heim“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum. Íslenski boltinn 15. apríl 2025 20:36