Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fyrr­verandi þjálfari Gróttu eftir­sóttur

Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnór lagði upp í stór­sigri

Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pal­mer nú samnings­bundinn Chelsea næstu níu árin

Cole Palmer var ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann var ljósið í myrkrinu hjá Chelsea. Lundúnafélagið hefur nú verðlaunað Palmer með því að framlengja samning hans til tveggja ára ásamt því að gefa honum veglega launahækkun.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Við gáfum þeim þetta mark“

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA.

Sport
Fréttamynd

Þjálfara­ferill Roon­ey hangir á blá­þræði

Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday.

Enski boltinn