„Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2024 07:02 Sir Alex og Cathy Ferguson þegar hún var enn á lífi. John Peters/Getty Images Sir Alex Ferguson, hinn goðsagnakenndi þjálfari Manchester United, settist niður á dögunum og ræddi eiginkonu sína heitina, Cathy. Einnig ræddi hann heilabilanir og hvað hann hefur gert til að halda sér sem skörpustum í ellinni. Hinn 82 ára gamli Ferguson stýrði Man United frá árinu 1986 til 2013. Byggði hann upp eitt sigursælasta félag allra tíma og náði hreint út sagt mögnuðum árangri. Þar áður hafði hann náð ótrúlegum árangri með Aberdeen í heimalandi sínu Skotlandi. Undir hans stjórn braut Aberdeen upp einokun Glasgow Rangers og Celtic ásamt því að félagið vann Evróputitil, gegn Real Madríd hvorki meira né minna. Sir Alex er hins vegar ekkill í dag eftir að eiginkona hans Cathy lést á síðasta ári. Hann ræddi missinn og margt fleira í viðtali við breska ríkisútvarpið á dögunum. „50 ár er langur tími. Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma,“ sagði Sir Alex og var síðan minntur á að hann hefði sagt Cathy vera helstu ástæðu velgengni sinnar. „Hún var forsprakki hljómsveitarinnar, það er enginn vafi um það.“ 'She was the leader of the band'Former Manchester United manager Sir Alex Ferguson spoke exclusively to Nina on #BBCBreakfast about his Playlist for Life - a dementia project to help families - and memories of his late wife Cathy https://t.co/mWBD7CjBu1 pic.twitter.com/tdAhW4S7S4— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024 Í viðtalinu ræddi Ferguson lagalista sem hann hefur sett saman sem kallast „Lagalisti lífsins.“ Er það verkefni til heiðurs Cathy sem og til að hjálpa fjölskyldum þar sem einhver glímir við heilabilun. Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man United hefur ekki mikið gengið upp hjá félaginu og situr það sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Tónlist Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Hinn 82 ára gamli Ferguson stýrði Man United frá árinu 1986 til 2013. Byggði hann upp eitt sigursælasta félag allra tíma og náði hreint út sagt mögnuðum árangri. Þar áður hafði hann náð ótrúlegum árangri með Aberdeen í heimalandi sínu Skotlandi. Undir hans stjórn braut Aberdeen upp einokun Glasgow Rangers og Celtic ásamt því að félagið vann Evróputitil, gegn Real Madríd hvorki meira né minna. Sir Alex er hins vegar ekkill í dag eftir að eiginkona hans Cathy lést á síðasta ári. Hann ræddi missinn og margt fleira í viðtali við breska ríkisútvarpið á dögunum. „50 ár er langur tími. Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma,“ sagði Sir Alex og var síðan minntur á að hann hefði sagt Cathy vera helstu ástæðu velgengni sinnar. „Hún var forsprakki hljómsveitarinnar, það er enginn vafi um það.“ 'She was the leader of the band'Former Manchester United manager Sir Alex Ferguson spoke exclusively to Nina on #BBCBreakfast about his Playlist for Life - a dementia project to help families - and memories of his late wife Cathy https://t.co/mWBD7CjBu1 pic.twitter.com/tdAhW4S7S4— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024 Í viðtalinu ræddi Ferguson lagalista sem hann hefur sett saman sem kallast „Lagalisti lífsins.“ Er það verkefni til heiðurs Cathy sem og til að hjálpa fjölskyldum þar sem einhver glímir við heilabilun. Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man United hefur ekki mikið gengið upp hjá félaginu og situr það sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Tónlist Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira