

Gagnrýni
Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Ourlives á Iceland Airwaves: Flottur söngvari
Það verður seint sagt að Ourlives hafi náð upp brjálaðri stemningu í Silfurbergssalnum. Maður ímyndar sér einhvern veginn að bæði hljómsveitin og aðdáendur hennar sé vanari sveittari stemningu á öldurhúsum bæjarins.

Ojba Rasta á Iceland Airwaves: Sveit sem er að springa út
Velgengni Hjálma virðast hafa hrundið af stað íslenskri reggíbylgju. Á miðvikudagskvöldið sveif reggíandinn yfir vötnum á aðalsviði Faktorý. Ojba Rasta er búin að vera starfandi í tvö ár og er núna orðin mjög þétt og flott. Sveitin spilar reggí með áhrifum frá evrópskri þjóðlagatónlist.

Markús and the Diverse Sessions á Iceland Airwaves: Hreinræktað popp
Markús and the Diversion Sessions spila það það sem tónsmiðurinn og söngvarinn sjálfur kallaði „pjúra popp“. Tónlistin er svolítið í anda Pavement, grípandi og skemmtileg.

Lifandi vísindi Bjarkar
Niðurstaða: Tónleika-, margmiðlunar- og vísindasýning Bjarkar í Hörpu á miðvikudagskvöldið var einstök upplifun.

Allt gengur upp hjá Lay Low
Lay Low toppar sig á frábærri plötu. Lögin eru góð, útsetningarnar ferskar og hugmyndaríkar og hljómurinn er hlýr og gamaldags, en platan er tekin upp á segulband.

Framvarðasveitin
Snillingarnir í ADHD leika lausum hala á landamærum rokks og djass. Á heildina litið er þetta fyrirtaks plata sem ætti að höfða jafnt til djass- og rokkáhugafólks.

Hell-víti öflugt
Fínt rokk með elektróník í bland sem ætti að njóta sín til fullnustu á tónleikum. Hellvar er orðið fimm manna band og fyrir vikið hafa áherslunar breyst og rokkið orðið meira áberandi þó svo að rafpælingarnar séu aldrei langt undan.

Efnilegir Ísfirðingar
Stjörnuryk er rapphljómsveit frá Ísafirði sem sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Platan inniheldur hvorki meira né minna en 17 lög og á meðal gestarappara eru hinn ungi Ísfirðingur MC Ísaksen og bræðurnir Sesar A og Blazroca.

Skemmtilegur draumur
Einfalt verk, skapað utan um færni dansaranna sjálfra, vel unnið og skemmtilegt. Ef mann langar að hlæja á danssýningu þá er Fullkominn dagur til drauma svarið.

Enn eitt stórvirki Bjarkar
Björk gefur ekkert eftir á metnaðarfullri plötu. Biophilia er enn eitt stórvirkið á ferli hennar en kannski ekki hennar besta plata. Magnað verk engu að síður og plata sem sýnir að Björk er ekki hætt leitinni að nýjum og spennandi hlutum.

Nú eigum við okkur myndlistarsögu
Íslenska listasagan er happafengur. Ekki gallalaust rit en gefur frábæra innsýn í myndlist tuttugustu aldar og fram á okkar daga. Sannkölluð gleði að fletta og skoða, fjársjóður í bókahillunni sem ég vona að sem flestir fá að njóta.

Magnaður Mugison
Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum.

Sagan endalausa
Vel skrifaðar og næmar lýsingar á hernámi Þjóðverja í Frakklandi í seinni heimsstyrjöld. Verkið er þó aðeins hálfkarað og tæplega það og skilur lesandann eftir í lausu lofti.

Opinberun Hannesar
Niðurstaða: Falleg og íburðarmikil mynd en erfið, enda um erfiðan mann.

Gölluð vara úr góðu efni
Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum.

Flott og fyndin sýning
Alvöru menn er ljómandi skemmtileg sýning þó að verkið sjálft sé ansi hreint klisjukennt. Leikurinn er upp á fimm stjörnur.

Óvenjuleg kvöldstund
Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni.

Mýkri og mildari Mugison
Niðurstaða: Það eru minni læti á Hagléli en oft áður hjá Mugison, en frábær flutningur og fullt af góðum lagasmíðum.

Húmor og gleði
Austur-evrópsk þjóðlagatónlist krydduð með íslenskum húmor. Á heildina litið er Russian Bride ágætis plata en næst ættu meðlimir að leggja meiri áherslu á frumsamið efni.

Hið myrka framhjáhald
Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun.

Fischer gegn Fischer
Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út.

Myndræn og melódísk
Gilsbakki er flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka.

Pikkfastir í fortíðinni
Tvöfaldur stuðpakki frá bestu starfandi sixtís hljómsveit landsins. Frumsömdu lögin þeirra eru mörg ágæt og ábreiðurnar eru fínn kaupauki. Vax er samt hljómsveit sem er pikkföst í fortíðinni.

Sorgir og sigrar gröns-goðsagna
Heimildarmyndin Twenty var blandar saman myndefni frá tuttugu ára ferli Pearl Jam, þar á meðal tónleikaupptökum og viðtölum við hljómsveitarmeðlimi.

Léttleikandi þjóðlagapopp
Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan.

Gæðagripur
Edgar Smári syngur eins og engill á fínni plötu. Ég þekkti ekki mjög mikið til hans áður en ég fékk þessa plötu í hendur og það verður að segjast að hún kom mér verulega á óvart.

Sérviska sérans á Ströndum
Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Ég mæli með þessu.

Hengirúm í jólagjöf
Svartur hundur prestsins er beinskeyttur háðleikur þar sem öll element hins sjónræna verka saman. Handbragð leikstjórans er vel sýnilegt. Góð sýning.

!!!
Þrátt fyrir að tónlistarlífið á Íslandi sé afar blómlegt gefast fá tækifæri til að heyra erlendar sinfóníuhljómsveitir spila á tónleikum hérlendis. Satt best að segja man ég bara eftir tveimur tilvikum á undanförnum tuttugu eða þrjátíu árum! En með tilkomu Hörpu mun það vonandi oftar gerast. Sinfóníuhljómsveit Íslands er vissulega góð hljómsveit en hún þarfnast samanburðar við það besta sem gerist erlendis. Og við tónleikagestir þurfum líka á samanburðinum að halda. Bara svo að maður átti sig á hvað er raunverulega gott og hvað ekki.

Geggjun og dásamleg meðvirkni
Í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir fjörugur hópur ungra leikara kolgeggjað uppistand undir yfirskriftinni Uppnám. Þetta er eins og tvískiptur kabarett. Í fyrri hlutanum segja þrír karlmenn frá lífi sínu og karlmennskureynslu en þeir kynntust á námskeiði fyrir atvinnulausa. Í síðari hlutanum flytja Viggó og Víoletta Sjálfshjálparsöngleik.