Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. Körfubolti 10. febrúar 2023 21:09
„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. Körfubolti 10. febrúar 2023 20:30
Fréttaskýring: Hvað í fjandanum gerðist hjá Brooklyn Nets? Hvernig getur lið með þremur súperstjörnum klúðrað málunum svo svakalega að enginn fékk ekki einu sinni að vita hvað hefði getað orðið? Þetta er stóra spurningin eftir að Durant-Irving-Harden ævintýrið endaði skyndilega í vikunni. Körfubolti 10. febrúar 2023 11:31
Keypti notaða treyju Kobe Bryant fyrir 817 milljónir Sumar íþróttatreyjur eru aðeins verðmætari en aðrar. Ein sú verðmætasta seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær. Körfubolti 10. febrúar 2023 11:00
„Þessi tilraun mistókst“ Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni. Körfubolti 10. febrúar 2023 08:01
Ótrúlegur gluggadagur í NBA: Fleiri breytingar hjá Lakers og Crowder stoppaði stutt í Brooklyn Það má segja að mikið hafi gengið á undir lok félagaskiptagluggans í NBA deildinni í körfubolta. Kevin Durant og Kyrie Irving yfirgáfu Brooklyn Nets og nú undir lok kvölds hefur fjöldinn allur af vistaskiptum gengið í gegn. Körfubolti 9. febrúar 2023 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 79-68 | Stjörnumenn jöfnuðu Stólana að stigum Lærisveinar Pavels Ermolinskij í Tindastóli mættu Stjörnunni í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ nú í kvöld. Lokatölur 79-68 fyrir heimamenn í spennandi leik. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Tindastól að stigum og gerir baráttuna um sæti í úrslitakeppninni verulega spennandi. Körfubolti 9. febrúar 2023 22:45
Sýndum í dag hvað er vandamál þessa liðs og hvert vandamál Tindastóls hefur verið lengi Pavel Ermolinskij var ekki sáttur með tap sinna manna í Tindastól gegn Stjörnunni í Subway deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Garðabæ og komust heimamenn upp að hlið Tindastóls með sigrinum. Körfubolti 9. febrúar 2023 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 83-67 | Gönguferð í garðinum hjá Haukum Haukar fóru illa með topplið Keflavíkur og unnu sannfærandi sextán stiga sigur. Haukar enduðu annan leikhluta á góðu áhlaupi og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks. Keflavík komst ekki með neinu ráði inn í leikinn og Haukar fögnuðu sigri 83-67. Körfubolti 9. febrúar 2023 22:10
Einstakt á Íslandi og jafnvel í heiminum Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo. Sport 9. febrúar 2023 21:50
Umfjöllun: Höttur - KR 82-81 | Fall blasir við Vesturbæingum eftir enn eitt tapið Höttur vann gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á KR í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar eru því áfram rótfastir á botni deildarinnar og blasir fall við liðinu. Eitthvað sem nær ómögulegt þegar það vann hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum fyrir ekki svo mörgum árum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 9. febrúar 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-104 | Allt annað að sjá ÍR-inga ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Subway-deild karla þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 16. umferð deildarinnar í kvöld. ÍR-ingar fóru með þrettán stiga sigur úr Smáranum, 91-104 lokatölur. Körfubolti 9. febrúar 2023 20:55
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 89-49 | Engin miskunn í Miskolc Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta varð að sætta sig við fjörutíu stiga tap á móti Ungverjum í dag, 89-49, í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 9. febrúar 2023 17:50
Skrifaði undir risasamning en spilaði síðan fyrir fimm lið á fimm árum Russell Westbrook er enn á ný á flakki á milli liða í NBA deildinni í körfubolta eftir að Los Angeles Lakers skipti honum til Utah Jazz. Körfubolti 9. febrúar 2023 15:01
Risaskipti í NBA: Durant fer vestur til Phoenix Í annað sinn í vikunni hefur stórstjarna yfirgefið Brooklyn Nets því bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kevin Durant sé genginn til liðs við Phoenix Suns. Körfubolti 9. febrúar 2023 07:32
Tap hjá Elvari og félögum gegn toppliðinu Elvar Friðriksson átti ágætan leik fyrir Rytas sem tapaði í kvöld gegn Bonn í Meistaradeildinni í körfuknattleik. Körfubolti 8. febrúar 2023 20:31
Nýtt Linsanity í uppsiglingu Þótt augu flestra hafi verið á LeBron James var hann ekki sá eini sem sló met í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það gerði Cam Thomas, leikmaður Brooklyn Nets, líka. Körfubolti 8. febrúar 2023 17:00
Anthony Davis leit út fyrir að vera skítsama þegar LeBron bætti metið í nótt Það mikið húllumhæ í nótt þegar LeBron James bætti stigamet NBA-deildarinnar, met sem hafði verið í eigu Kareem Abdul-Jabbar í meira en 38 ár. Körfubolti 8. febrúar 2023 14:30
Sjáðu þegar James sló metið og allt trylltist LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður í allri sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í 133-130 tapi gegn Oklahoma City Thunder. Körfubolti 8. febrúar 2023 07:30
„Virkilega kærkomið og söknuðurinn var orðinn mikill“ Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar, Martin Hermannsson, er loksins farinn að æfa á nýjan leik en hann sleit krossband í hné fyrir átta mánuðum síðan. Körfubolti 7. febrúar 2023 20:30
Sex fyrir ofan LeBron James á lista Charles Barkley NBA goðsögnin Charles Barkley fékk það verkefni að velja tíu bestu körfuboltamenn allra tíma og hann fór kannski aðra leið en margir. Körfubolti 7. febrúar 2023 13:30
Lögmál leiksins: Voru skipti Kyrie frá Nets til Dallas verst fyrir Lakers? „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi og rökstyðja svar sitt. Körfubolti 7. febrúar 2023 07:00
Körfuboltakvöld: Finnur Freyr talinn besti þjálfarinn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar leggur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurningar fyrir sérfræðinga þáttarins sem þeir þurfa að svara og rökstyðja. Körfubolti 6. febrúar 2023 23:30
Gefa Dallas D í einkunn fyrir Kyrie Irving skiptin Kyrie Irving er nú orðinn leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta og þar með liðsfélagi Slóvenans Luka Doncic. Körfubolti 6. febrúar 2023 23:00
Ekki vitað hversu lengi Curry verður frá Stephen Curry, stórstjarna ríkjandi meistara í Golden State Warriors, verður ekki með liðinu í NBA deildinni í körfubolta á næstunni eftir að hafa meiðst á hné gegn Dallas Mavericks á dögunum. Körfubolti 6. febrúar 2023 21:00
Phoenix bauð Chris Paul fyrir Kyrie Irving Phoenix Suns var meðal þeirra liða sem reyndu að fá Kyrie Irving og teygðu sig ansi langt til þess. Körfubolti 6. febrúar 2023 18:30
Lögmál leiksins: „Ef ég fæ ekki samning þá fer ég að haga mér eins og fíflið sem ég er“ Farið verður yfir vistaskipti Kyrie Irving í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Telja sérfræðingar þáttarins að Kyrie hafi heimtað nýjan samning hjá Brooklyn Nets annars myndi hann hreinlega ekki spila. Honum var í kjölfarið skipt til Dallas Mavericks. Körfubolti 6. febrúar 2023 17:01
Sú reynslumesta ekki með í fluginu í dag Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum sem í dag ferðast til Ungverjalands. Körfubolti 6. febrúar 2023 11:31
Trúði því ekki þegar Nico Richotti borðaði augað Erlendu leikmenn Njarðvíkurliðanna í körfuboltanum fengu að upplifa íslenska þorramat á dögunum og nú geta aðrir fengið að sjá hvernig það gekk hjá þessum öflugu leikmönnum. Körfubolti 6. febrúar 2023 09:31
Dagskráin í dag: Seinni bylgjan, Gametíví og ítalski boltinn Íslenski handboltinn verður fyrirferðamikill á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag en ítalski boltinn fær einnig sitt pláss. Sport 6. febrúar 2023 06:00