„Vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. september 2023 21:50 Rúnar Ingi var svekktur með að hafa ekki stolið sigrinum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir 80-83 tap gegn erkifjendunum úr Keflavík í Subway-deild kvenna. Njarðvík var í dauðafæri til að stela sigrinum í lokin. „Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
„Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira