Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams er alls ekki hætt að skipta sér af íþróttum þó að spaðinn sé kominn á hilluna. Hún er nú orðin einn af eigendum nýs körfuboltafélags. Körfubolti 4. mars 2025 08:03
„Urðum okkur sjálfum til skammar“ Kevin Durant var ekkert að draga úr sárum vonbrigðum sínum með frammistöðu Phoenix Suns í tapi á móti Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Suns var lengi inn í leiknum en tapaði að lokum með átján stigum. Körfubolti 3. mars 2025 23:00
Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Alba Berlin hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðið nálgast úrslitakeppnina með sama áframhaldi. Körfubolti 3. mars 2025 20:54
„Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Rætt var um fjarveru Greg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs, í þættinum Lögmál leiksins sem er á dagskrá Stöðvar 2 sport í kvöld. Körfubolti 3. mars 2025 16:32
Butler gleymdi að mála og greiða leiguna NBA-stjarnan Jimmy Butler fór með látum til Golden State Warriors frá Miami Heat á dögunum og hann gleymdi að ganga frá eftir sig í Miami. Körfubolti 3. mars 2025 15:46
Meistarar mætast í bikarnum Dregið var í undanúrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í höfuðstöðvum VÍS í dag. Körfubolti 3. mars 2025 12:37
Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Jón Otti Ólafsson, prentari og einn öflugasti körfuboltadómari landsins um árabil, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn, 83 ára að aldri. Körfubolti 3. mars 2025 11:16
Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í körfubolta sem liðsfélagar en vinátta þeirra nær út fyrir körfuboltavöllinn. Körfubolti 3. mars 2025 09:30
„Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Búinn að vera svolítið eins og draugur á tímabilinu. Ekki búinn að eiga marga mjög góða leiki og halda sig til hlés,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um frammistöðu Þorvalds Orra Árnasonar, leikmanns KR. Sá vaknaði lok í sigri á Hetti. Körfubolti 2. mars 2025 23:30
„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Körfubolti 2. mars 2025 21:39
Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. mars 2025 21:26
Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfuknattleiksliðið Maroussi tapaði i kvöld 14. deildarleik sínum á tímabilinu. Elvar Már Friðriksson átti fínan leik en það dugði ekki til. Körfubolti 2. mars 2025 20:20
Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71. Körfubolti 2. mars 2025 19:43
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri. Körfubolti 2. mars 2025 18:32
Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Bilbao Basket, sem landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason leikur með, vann mikilvægan sigur á Basquet Girona, 96-83, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 2. mars 2025 13:49
Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Körfubolti 2. mars 2025 12:32
Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Borche Ilievski var ánægður með sína menn þrátt fyrir 90-87 tap gegn Val í 19. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með dómara leiksins í lok hans. Körfubolti 1. mars 2025 22:11
Kári: Bara negla þessu niður Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar. Körfubolti 1. mars 2025 21:40
„Held áfram nema ég verði rekinn“ Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Körfubolti 1. mars 2025 21:26
„Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var ángægður með hvernig lið hans lék þegar líða tók á leikinn í sigri Vesturbæjarliðsins gegn Hetti í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Körfubolti 1. mars 2025 21:21
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn KR bar sigurorð af Hetti 97-75 þegar liðin áttust við í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR innbyrti þarna mikilvæg stig í baráttu sinni um að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Úrslitin þýða hins vegar að Höttur er fallinn úr efstu deild. Körfubolti 1. mars 2025 20:48
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. Körfubolti 1. mars 2025 18:46
Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni. Körfubolti 1. mars 2025 15:18
Embiid frá út leiktíðina Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki spila meira á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:46
„Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við hvernig lærisveinar sínir byrjuðu og enduðu leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Álftanesi í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:41
„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var kampakátur með sigur liðsins gegn Tindastóli í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:36
„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:42
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:41
Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Þór Þorlákshöfn vann hádramatískan sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Bónus deild karla í körfubolta, lokatölur 94-91. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:24
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:01