Níu særðir eftir skotárás í titilfögnuði stuðningsmanna Denver Nuggets Níu eru særðir eftir að maður hóf skotárás í Denver, stuttu frá Ball Arena þar sem Denver Nuggets tryggði sér sinn fyrsta NBA-titil í sögunni, í morgun. Körfubolti 13. júní 2023 16:02
„Verulega skortir á“ í áfrýjun Vals og henni vísað frá Áfrýjunardómstóll Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hefur vísað frá áfrýjun Valsmanna í máli Pablo Bertone, leikmanns Vals, vegna fimm leikja banns sem leikmaðurinn fékk að lokinni úrslitakeppninni í vor. Körfubolti 13. júní 2023 15:14
Jokic nennir varla í skrúðgönguna og vill bara komast heim Nikola Jokic var yfirvegunin uppmáluð eftir að Denver Nuggets tryggði sér sinn fyrsta NBA-meistaratitil með sigri á Miami Heat í nótt, 94-89. Denver vann einvígið. Körfubolti 13. júní 2023 12:30
Jókerinn einstakur og Denver meistari í fyrsta sinn Serbinn Nikola Jokic var að sjálfsögðu í aðalhlutverki í nótt þegar Denver Nuggets varð NBA-meistari í körfubolta í fyrsta sinn frá upphafi. Körfubolti 13. júní 2023 07:16
Okeke flytur í Ólafssal Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn í raðir Hauka frá Keflavík og mun því spila í Hafnarfirðinum í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 12. júní 2023 14:13
Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. Lífið 12. júní 2023 10:58
Denver Nuggets getur orðið NBA meistari í fyrsta skipti í sögunni Á morgun fer fram fimmti leikurinn í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni í körfubolta. Með sigri getur Denver Nuggets orðið NBA meistari í fyrsta skipti í sögunni. Körfubolti 11. júní 2023 10:45
Myndbönd: McGregor sendi lukkudýr Miami Heat á bráðamóttöku Segja má að skemmtiatriði í síðasta leik Miami Heat og Denver Nuggets sem innihélt UFC-bardagakappann Conor McGregor og lukkudýr Miami hafi farið úr böndunum. Lukkudýrið þurfti að fara á bráðamóttöku eftir högg frá McGregor. Körfubolti 11. júní 2023 07:00
Denver Nuggets í frábærri stöðu eftir sigur í nótt Denver Nuggets er komið í 3-1 forystu í einvígi sínu gegn Miami Heat eftir leik liðanna í nótt. Denver vann leikinn 108-95. Körfubolti 10. júní 2023 10:07
Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons Körfuboltakappinn Styrmir Snær Þrastarson hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Körfubolti 9. júní 2023 14:48
Klámstjarna sakar tilvonandi föðurinn Zion um framhjáhald Körfuboltamaðurinn Zion Williamson og kærasta hans greindu frá því í vikunni að þau ættu von á stúlku. Degi síðar greindi klámstjarna frá því að hún ætti í ástarsambandi við Zion og nú hefur önnur kona bæst við. Lífið 9. júní 2023 10:24
Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Körfubolti 8. júní 2023 21:30
Elvar Már og félagar knúðu fram oddaleik Elvar Már Friðiksson og félagar hans í Rytas náðu að knúa fram oddaleik í einvígi þeirra gegn Zalgiris um litháíska meistaratitilinn í körfubolta. Rytas vann eins stigs sigur í fjórða leik liðanna í dag. Körfubolti 8. júní 2023 18:03
Sagan skrifuð þegar Denver náði aftur forystunni Tveir leikmenn Denver Nuggets voru með þrefalda tvennu þegar liðið vann Miami Heat, 94-109, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver leiðir einvígið, 2-1. Körfubolti 8. júní 2023 07:30
Taylor Swift tekur Lakers-frákast Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift er nú orðuð við leikmann körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers. Körfubolti 7. júní 2023 07:31
„Bannað að rífa kjaft við mig“ - Götuboltamót X977 fer fram um helgina Götuboltamót X977 og KKÍ fer fram á laugardaginn 10. júní á Klambratúni, heimili götuboltans á Íslandi. Skipulagið er einfalt, fjórir leikmenn í liði og þrír inná í einu, spilað í riðlum og tvö efstu liðin fara áfram í útsláttarkeppni. Lífið samstarf 6. júní 2023 15:36
Ragnar Örn til Þorlákshafnar í þriðja sinn Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnar gengur í raðir Þórs. Körfubolti 6. júní 2023 13:32
Athugaði hvort LeBron vildi koma til Dallas Kyrie Irving hefur haft samband við fyrrverandi samherja sinn LeBron James í von um að sannfæra hann um að spila með sér í Dallas á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. júní 2023 18:30
Brjálaður eftir tapið fyrir Miami: „Fjandakornið, vörnin þarf að vera miklu betri“ Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets, lét sína menn heyra það eftir að þeir töpuðu fyrir Miami Heat, 108-111, í öðrum leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 5. júní 2023 13:30
Miami skrúfaði frá hitanum í fjórða leikhluta og jafnaði Miami Heat jafnaði metin í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með þriggja stiga sigri á Denver Nuggets í nótt, 108-111. Körfubolti 5. júní 2023 07:31
Elvar með fimm stoðsendingar er Rytas jafnaði úrslitaeinvígið Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson leikmaður Rytas í Litháen, gaf fimm stoðsendingar þegar að liðið bar sigur úr býtum gegn Zalgiris Kaunas í úrslitaeinvígi litháísku deildarinnar í dag. Körfubolti 3. júní 2023 17:44
Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum. Körfubolti 3. júní 2023 07:32
„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. Körfubolti 3. júní 2023 00:32
Martin á leið í sumarfrí Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Valcenia sáu aldrei til sólar í 25 stiga tapi gegn Barcelona, 64-87. Körfubolti 2. júní 2023 21:00
Ægir Þór og félagar úr leik Ægir Þór Steinarsson og félagar í HLA Alicante eru úr leik í úrslitakeppni Leb Oro deildarinnar á Spáni, eftir 60-63 tap gegn Zunder Palencia í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. Körfubolti 2. júní 2023 20:30
Pavel gerir tveggja ára samning við Tindastól Tindastóll og Pavel Ermolinskij skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um að þjálfarinn verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö ár. Körfubolti 2. júní 2023 18:31
Valsari fór inn í klefa dómara og fékk fimm leikja bann Pablo Bertone, leikmaður Vals, fór inn í herbergi dómara eftir tapið gegn Tindastóli í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fyrir tveimur vikum, og hefur nú verið úrskurðaður í fimm leikja bann. Körfubolti 2. júní 2023 13:53
Jókerinn er ekkert að grínast: Þrenna og sigur í fyrsta úrslitaleiknum Nikola Jokic fór á kostum þegar Denver Nuggets vann í nótt fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti um meistaratitilinn í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. júní 2023 07:01
Úrslitaeinvígi NBA hefst í kvöld Úrslitaeinvígi Denver Nuggets og Miami Heat í NBA-deildinni fer af stað í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun á miðnætti. Körfubolti 1. júní 2023 19:45
Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 1. júní 2023 19:10