Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

KR-ingar semja við tíu leikmenn

Þrátt fyrir að KR-ingar séu fallnir ú Subway-deild karla í körfubolta hefur liðið tryggt sér þjónustu tíu leikmanna fyrir komandi átök í 1. deildinni á komandi leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Skilur að menn séu sárir og svekktir

Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 87-84 | Njarðvík marði fyrsta sigurinn

Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vel gert hjá Grindavík“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“

Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Flottasta breiddin í deildinni“

Í þætti kvöldsins af Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport velta sérfræðingarnir meðal annars vöngum yfir liði Boston Celtics nú þegar styttist í að úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefjist.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fólk er að missa sig af spennu“

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum.

Körfubolti
Fréttamynd

Mar­tröð Luka og Kyri­e heldur á­fram | Peli­cans á upp­leið

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114.

Körfubolti