„Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. Körfubolti 30. mars 2023 22:12
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. Körfubolti 30. mars 2023 22:07
„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. Körfubolti 30. mars 2023 21:52
Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Sport 30. mars 2023 21:35
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 100-118 | Garðbæingar laumuðu sér í úrslitakeppnina Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 18 stiga sigur er liðið heimsótti fallna KR-inga í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 100-118. Á sama tíma vann hitt fallna lið deildarinnar, ÍR, eins stigs sigur gegn Hetti og Stjarnan er því á leið í úrslitakeppnina. Körfubolti 30. mars 2023 21:00
Dóttir Loga Gunnars að spila í meistaraflokki á sama tíma og hann Logi Gunnarsson er enn að spila í efstu deild þátt að hann sé á 42. aldursári. Það þýðir að fjölskyldan náði merkilegum tímamótum í þessari viku. Körfubolti 30. mars 2023 15:31
Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Körfubolti 30. mars 2023 13:31
Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Körfubolti 30. mars 2023 09:00
„Ef við ætlum að bæta við og verða betri þá verðum við að fá fleiri að borðinu“ Eftir 17 ára farsælt starf hefur Hannes S. Jónsson sagt af sér sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Guðbjörg Norðfjörð er nýr formaður KKÍ og Hannes verður áfram framkvæmdastjóri. Körfubolti 30. mars 2023 07:14
Finnst þetta vera vanmetinn titill Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Körfubolti 29. mars 2023 22:30
Rúnar um undanúrslitin: „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af“ „Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val. Körfubolti 29. mars 2023 22:01
Haukar upp í annað sætið eftir stórsigur á Breiðabliki Haukar ljúka leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í 2. sæti eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld. Á sama tíma tapaði Valur heima fyrir Njarðvík. Þá vann ÍR aðeins sinn þriðja sigur á leiktíðinni þegar Grindavík kom í heimsókn. Körfubolti 29. mars 2023 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-79 | Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við. Körfubolti 29. mars 2023 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik. Körfubolti 29. mars 2023 20:55
Slæmt gengi Valencia í Evrópu heldur áfram Martin Hermannsson og félagar í Valencia virðast ekki vera á leið í úrslitakeppni EuroLeague ef marka má undanfarna leiki. Í kvöld tapaði liðið með 19 stiga mun gegn Rauðu stjörnunni, lokatölur 92-73. Körfubolti 29. mars 2023 20:00
Elvar Már með tvöfalda tvennu í stórsigri Elvar Már Friðriksson sýndi á sér betri hliðarnar í stórsigri Rytas á Pieno žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta, lokatölur 118-73. Körfubolti 29. mars 2023 17:31
Væn viðbót við Heiðurshöllina 2023 árgangurinn í Heiðurshöll körfuboltans er glæsilegur en í gær var tilkynnt hver voru kosin inn í höllina í ár. Körfubolti 29. mars 2023 13:01
Guðbjörg tekur við sem formaður KKÍ eftir að Hannes sagði af sér Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, hefur sagt af sér sem formaður KKÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KKÍ. Körfubolti 29. mars 2023 10:10
Stjarnan einum sigri frá úrslitum en Snæfell jafnaði metin gegn Þór Unandúrslit umspilsins í 1. deild kvenna í körfubolta um sæti í Subway-deildinni eru komin á fleygiferð. Stjarnan er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum eftir ellefu stiga sigur gegn KR, en í einvígi Snæfells og Þórs frá Akureyri er staðan nú 1-1 eftir nauman fimm stiga sigur Snægells í kvöld. Körfubolti 28. mars 2023 22:15
Durant svarar gagnrýni um að vera hörundsár með því að vera hörundsár Körfuboltastjarnan Kevin Durant er manna duglegastur að svara fyrir sig á samfélagsmiðlum af þessum helstu stórstjörnum NBA körfuboltans. Körfubolti 28. mars 2023 16:30
„Ég var skeið og þeir voru að nota mig eins og gaffal“ Patrick Beverley var „fórnað“ þegar Los Angeles Lakers endurskipulagði liðið sitt á miðju tímabili í NBA-deildinni. Körfubolti 28. mars 2023 15:30
Valsmenn gengu út af þingi: „Miklar líkur á að við förum illa með þetta frelsi“ „Það eru rosalega miklar líkur á því að við [í körfuknattleikshreyfingunni] förum illa með þetta frelsi,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, um nýsamþykktar breytingar á reglum um erlenda leikmenn í íslenskum körfubolta. Körfubolti 28. mars 2023 11:31
Afrekaði það sem enginn karl og engin kona hefur náð áður Ein af stærstu stjörnum í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans er körfuboltakonan Caitlin Clark og þá skiptir ekki máli hvort við erum að tala um karla eða konur. Körfubolti 28. mars 2023 10:32
„Örugglega einhverjir til í að ég myndi hætta hjá sambandinu“ Hannes S. Jónsson getur ekki haldið áfram sem bæði formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands eftir að lagabreyting var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. Körfubolti 28. mars 2023 09:01
Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni. Körfubolti 28. mars 2023 06:37
Kom inn af bekknum í aðeins annað sinn og gæti farið undir hnífinn í sumar LeBron James kom inn af bekknum í tapi Los Angeles Lakers gegn Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var aðeins í annað sinn á ferli sem spannar rúmlega tvo áratugi sem LeBron kemur inn af bekknum. Körfubolti 27. mars 2023 19:31
Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Skoðun 27. mars 2023 17:30
Lögmál leiksins: Tímabilið búið hjá Clippers? Meiðsli Paul George, leikmanns Los Angeles Clippers, verða til umræðu í Lögmál leiksins í kvöld. Sérfræðingar þáttarins eru á því að tímabilið hjá Clippers sé búið fyrst Paul George verði ekki meira með. Körfubolti 27. mars 2023 17:30
Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. Körfubolti 27. mars 2023 11:28
Mikill fögnuður þegar Thelma Dís fékk gleðifréttir í flugvélinni Thelma Dís Ágústsdóttir mun taka þátt í þriggja stiga skotkeppninni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fer fram í Houston í Texas í ár. Körfubolti 27. mars 2023 10:31