Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. Körfubolti 9. mars 2023 22:06
Martin í fyrsta skipti í leikmannahópi Valencia sem tapaði fyrir Real Madrid Martin Hermannsson var í kvöld í fyrsta skipti í leikmannahópi Valencia síðan hann sleit krossband í maí á síðasta ári. Valencia beið lægri hlut gegn Real Madrid í leiknum. Körfubolti 9. mars 2023 21:52
Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. Körfubolti 9. mars 2023 21:16
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 112-97 | Stjarnan vann og felldi KR-inga úr Subway-deildinni KR er fallið úr Subway-deildinni í körfuknattleik eftir 112-97 sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í kvöld. KR á þar með engan möguleika á að ná Stjörnumönnum og verða að bíta í það súra epli að spila í næstefstu deild á næsta ári. Körfubolti 9. mars 2023 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 84-82 | Fjórði sigur Stólanna í röð sem nálgast sætin sem gefa heimavallarétt Tindastóll vann fjórða leik sinn í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hauka í æsispennandi leik á Sauðárkróki. Körfubolti 9. mars 2023 20:54
Draymond fór í fýlu inn á vellinum í miðjum NBA-leik Draymond Green á að vera einn reyndasti leikmaður Golden State Warriors en gerðist sekur um að hafa sér eins og smákrakki í tapleik liðsins á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. mars 2023 17:00
Valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka. Körfubolti 9. mars 2023 16:31
Martin snýr aftur í stórleik í kvöld Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Valencia eftir krossbandsslit. Körfubolti 9. mars 2023 14:30
NBA hetja handtekin vegna skotárásar Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki. Körfubolti 9. mars 2023 11:00
Vilja binda enda á tímabundna lausn sem staðið hefur í níu ár Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur lagt fram tillögu til breytinga á lögum KKÍ er varða stöðu formanns og framkvæmdastjóra sambandsins. Hannes S. Jónsson er sem stendur bæði framkvæmdastjóri og formaður KKÍ en kosið verður um tillöguna á komandi ársþingi. Körfubolti 9. mars 2023 10:00
Durant rann í upphitun og missti af fyrsta heimaleiknum sínum Ekkert varð af því að Kevin Durant spilaði fyrsta heimaleikinn sinn með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. mars 2023 07:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 64-85 | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri Efstu liðin í Subway-deild kvenna í körfubolta áttust við í Ólafssal í Hafnarfirði þegar Haukar og Keflavík mættust. Keflavík vann verðskuldaðan 21 stiga sigur. Körfubolti 9. mars 2023 00:16
Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Körfubolti 8. mars 2023 23:30
Tap hjá liði Söru Rúnar eftir framlengingu Sara Rún Hinriksdóttir mátti þola tap með liði sínu Faenza í efstu deild ítalska körfuboltans í kvöld. Körfubolti 8. mars 2023 22:29
Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. Körfubolti 8. mars 2023 21:59
Sigrar hjá Njarðvík og Val Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Þá vann Valur stórsigur á ÍR. Körfubolti 8. mars 2023 20:57
Stórt tap hjá liði Elvars Elvar Friðriksson og félagar hans í Rytas máttu þola stórt tap gegn Bonn í Meistaradeildinni í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 8. mars 2023 20:53
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 75-109 | Risasigur Grindavíkurstúlkna í Kópavogi Grindavík vann stórsigur á Breiðabliki þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 109-75 og Grindavík því áfram öruggt í fimmta sæti deildarinnar. Körfubolti 8. mars 2023 19:45
Sigrún getur bætt leikjametið í stórleiknum í kvöld Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setur nýtt leikjamet í efstu deild kvenna í körfubolta spili hún með Haukum á móti Keflavík Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 8. mars 2023 14:00
„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Körfubolti 8. mars 2023 09:00
„Á ég að gera þetta, á ég að gera þetta? Já ég ætla að gera þetta“ Að venju valdi Körfuboltakvöld helstu tilþrif umferðarinnar eftir að 18. umferð í Subway deild karla í körfubolta lauk. Tilþrif umferðarinnar komu að þessu sinni úr Smáranum þar sem Breiðablik og Tindastóll mættust. Körfubolti 7. mars 2023 23:31
Á leið í 50 leikja bann verði hann fundinn sekur Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, gæti verið á leiðinni í 50 leikja bann fyrir að vera í „gangsteraleik.“ Körfubolti 7. mars 2023 20:45
„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. Körfubolti 7. mars 2023 18:31
Giannis sagðist hafa stolið þrennu og NBA tók hana af honum Giannis Antetokounmpo fær ekki þrennuna sem hann hélt hann hefði tryggt sér í leik Milwaukee Bucks og Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á sunnudagskvöldið. Körfubolti 7. mars 2023 14:30
Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. Körfubolti 7. mars 2023 11:31
Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft? Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum. Körfubolti 7. mars 2023 10:30
„Ef þeir fara í umspilið, guð blessi þá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2023 07:00
Haukur Helgi: Ég hef saknað þess síðustu tvö ár Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig í 89-97 sigri þeirra gegn Haukum á Ásvöllum. Liðin mættust í Subway-deild karla. Körfubolti 6. mars 2023 23:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 94-87 | Líflína fyrir KR en Keflavík í alvöru þroti KR vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. KR vann með sjö stigum, lokatölur 94-87. Körfubolti 6. mars 2023 22:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 89-97 | Gestirnir búnir að jafna toppliðið að stigum Njarðvík vann góðan 89-97 sigur á Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Körfubolti 6. mars 2023 22:00