Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. Erlent 17. október 2018 13:06
Hringrásarhagkerfið og nýsköpun Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Skoðun 17. október 2018 08:00
Örlög þýska bílaiðnaðarins gætu orðið þau sömu og þess bandaríska Forstjóri Volkswagen telur aðeins helmingslíkur á að þýskir bílaframleiðendur haldi sterkri stöðu sinni í ljósi hertra umhverfisreglna. Viðskipti erlent 16. október 2018 11:53
Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. Erlent 15. október 2018 07:26
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. Innlent 10. október 2018 09:00
Ástralar taka ekki í mál að hætta að brenna kol Ástralar segja ekki koma til greina að hlýta varnaðarorðum hinnar svörtu loftslagsskýrslu sem gefin var út í gær en í skýrslunni er meðal annars lagt til að kolaframleiðslu verði hætt fyrir árið 2050. Erlent 9. október 2018 10:20
Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. Innlent 21. september 2018 17:16
Þrjár milljónir flýja vegna Mangkhut Mangkhut hélt í gær áfram að hrella Kínverja þegar hann óð vestur yfir landið. Erlent 18. september 2018 07:45
Bílabylting Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Skoðun 18. september 2018 07:00
Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. Erlent 17. september 2018 08:00
Losun gróðurhúsalofttegunda þegar náð hámarki í stórum borgum Hátt í þrjátíu stórborgir virðast þegar hafa náð toppi í losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur dregist saman árlega frá árinu 2012. Erlent 14. september 2018 13:16
Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. Innlent 13. september 2018 07:30
Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. Erlent 12. september 2018 23:15
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. Erlent 11. september 2018 23:15
Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. Innlent 11. september 2018 15:00
Kalifornía ætlar að framleiða allt rafmagn án kolefnis fyrir 2045 Ríkisstjóri fimmta stærsta hagkerfi heims heitir því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. Erlent 11. september 2018 09:03
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. Erlent 11. september 2018 07:45
„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Innlent 10. september 2018 20:30
Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Forsætisráðherra segir einbeittan pólitískan vilja til loftslagaaðgerða. Fjármálaráðherra talaði um að orkuskipti gætu tryggt efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Innlent 10. september 2018 16:40
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. Innlent 10. september 2018 14:00
Lífeyrissjóðirnir fjárfesti í grænum og sjálfbærum kostum Einn skipuleggjenda Loftslagsgöngunnar sem verður farin í þriðja skipti um helgina segir að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna ætti að vera sjálfbær. Innlent 7. september 2018 14:30
New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar. Innlent 29. ágúst 2018 11:45
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Skoðun 29. ágúst 2018 07:00
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. Erlent 28. ágúst 2018 13:45
Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. Innlent 28. ágúst 2018 11:38
Olíuiðnaðurinn vill almannafé til að verja sig fyrir áhrifum loftslagsbreytinga Tillaga er um að reisa langa varnargarða til að verja olíuvinnslustöðvar í Texas fyrir auknum ágangi sjávar. Erlent 23. ágúst 2018 16:42
Danskt flutningaskip freistar þess að sigla norður fyrir Rússland Með því að sigla norðurleiðina fyrir Rússland gæti siglingatíminn frá Vladívostok til Sankti Pétursborgar styst um fjórtán daga. Erlent 23. ágúst 2018 15:21
Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. Erlent 22. ágúst 2018 11:16
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. Erlent 21. ágúst 2018 15:17
Fjórði hlýjasti júlímánuðurinn frá upphafi mælinga Síðustu 403 mánuðir hafa nú verið hlýrri en meðaltal 20. aldar. Níu af tíu hlýjustu júlímánuðum hafa allir verið eftir árið 2005. Erlent 21. ágúst 2018 13:08