Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Lofts­lags­mál eru orku­mál

Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir um­mæli sam­ráð­herra um orku­mál ein­földun

Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax.

Innlent
Fréttamynd

Orka, lofts­lag og náttúra

Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun.

Skoðun
Fréttamynd

Mannréttindadómstóllinn úr­skurðar að­gerða­leysi í loftlagsmálum mann­réttinda­brot

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­mót fyrir mann­réttindi og loftslagsvána

Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána.

Skoðun
Fréttamynd

Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ó­kunnugra

Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kallað eftir Car­b­fix tækninni á al­þjóða­vísu

Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­stefna Ís­lands er í ó­göngum

Það hefur skort umræðu um hvaða áhrif og afleiðingar það hefur fyrir loftslagsstefnuna að Ísland er á allt öðrum stað en langflest önnur ríki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum. Á Íslandi er hlutfallið með því hæsta sem þekkist í heiminum. Loftslagsstefnan kostar íslenskt samfélag – einstaklinga, ríkissjóð og fyrirtæki – þegar háar fjárhæðir, svo nemur mörgum milljörðum á ári. Kostnaðurinn á að óbreyttu eftir að hækka mikið.

Umræðan
Fréttamynd

Febrúar heitasti febrúar­mánuður sögunnar

Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fá núna raf­orku með virkjun sjávar­strauma

Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar.

Erlent
Fréttamynd

Salome til Transition Labs

Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stökk­pallur fyrir ís­lenskar lausnir

Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðar­á­stand í plast­málum

Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast

Skoðun
Fréttamynd

Parísarbyggingar á Ís­landi - er það hægt?

Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðar­á­stand vegna skógar­elda í Síle

Í það minnsta 51 er látið í skógareldum í Valparaíso héraði í Síle. 45 fundust látin en sex létust vegna brunasára á spítala. Forseti landsins, Gabriel Boric, hefur lýst yfir neyðarástandi og sagðist ætla að nýta öll þau úrræði sem honum standa til boða til að takast á við ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Það er í­þyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý

Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur.

Skoðun
Fréttamynd

Fær­eyingar vonast eftir hlut­deild í olíu­vinnslu

Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja.

Viðskipti erlent