Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Tveimur sleppt úr haldi á Suður­landi

Forsvarsmenn Lögreglunnar á Suðurlandi hafa aflétt gæsluvarðhaldi yfir tveimur af þeim fjórum mönnum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarð­hæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Þjófnaðurinn á­fall fyrir reynslumikla öryggis­verði

Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Voru að byggja annan bú­stað

Mennirnir sem eru í haldi lögreglu í tengslum við andlát manns í sumarhúsi í Kiðjabergi voru að smíða annan bústað í sumarhúsabyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um mann­dráp á Akur­eyri

Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir

Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fjóra karl­menn í gæslu­varð­hald

Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands er að vænta síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á andlátinu enn á frum­stigi

Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp.

Innlent
Fréttamynd

Fíknefnaviðskipti beint fyrir framan nef lög­reglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að slysadeild vegna einstaklings sem lét öllum illum látum í gærkvöldi eða nótt. Einstaklingurinn var að sögn lögreglu ölvaður og gerði tilraun til að ráðast á öryggisverði og lögreglu. Hann hefur verið vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Ók á vegg eftir stutta eftir­för

Ökumaður klessti á vegg eftir stutta eftirför lögreglu. Hann er óslasaður en grunur er á um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var tekinn höndum og færður á lögreglustöð þar sem tekin verður skýrsla af honum þegar runnið hefur af honum.

Innlent
Fréttamynd

Kæra bónda eftir að 29 naut fundust dauð

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra eftir að 29 dauðir nautgripir fundust í gripahúsi við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir þjófana í Hamra­borg hafa lítið fyrir hlutunum

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band af þjófunum í Hamra­borg í fréttum Stöðvar 2

24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent