Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2024 18:59 Þjófarnir stálu tuttugu til þrjátíu milljónum króna í reiðufé úr bílnum. Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11
Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04