MMA

MMA

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.

Fréttamynd

Conor mun berjast við Cerrone í janúar

Það er loksins að verða staðfest að Conor McGregor muni berjast í janúar. Hann skrifaði undir samning um að berjast gegn Donald "Cowboy“ Cerrone í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Er Nate Diaz hættur í MMA?

MMA-aðdáendur klóra sér nú í kollinum eftir að bardagakappinn Nate Diaz sendi frá sér tíst í gær þar sem hann virðist tilkynna að hann sé hættur.

Sport
Fréttamynd

Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi

Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu.

Erlent
Fréttamynd

The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal

Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal.

Sport
Fréttamynd

Ben Askren íhugar að hætta

UFC-bardagakappinn Ben Askren íhugar það nú alvarlega að hætta að berjast en hann tapaði fyrir Demian Maia um síðustu helgi.

Sport