Jón Viðar gengur sáttur frá Mjölni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:02 Nafn Jóns Viðars Arnþórssonar hefur sjaldan verið langt undan þegar Mjölni ber á góma. Nú stefnir í að breyting verði þar á. Vísir/vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við [email protected] og [email protected] #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við [email protected] og [email protected] #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST
MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50