NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Luck byrjaði NFL-ferilinn með snertimarkssendingu

Andrew Luck, arftaki Peyton Manning hjá Indianapolis Colts, hóf feril sinn hjá Colts með látum. Luck, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar, kastaði fyrir snertimarki í sinni fyrstu sendingu.

Sport
Fréttamynd

Hundur Tebow heitir núna Bronx

Frægðarstjarna Tim Tebow í Bandaríkjunum skín enn mjög skært og hann er afar vinsælt umfjöllunarefni allra miðla. Nú ætlar afþreyingarstöðin E! að gera sérstakan þátt um leikstjórnandann sem spilar með NY Jets.

Sport
Fréttamynd

Hafnaboltamaðurinn í NFL-deildinni

Saga leikstjórnandans Brandons Weedens er lyginni líkust. Fyrir tíu árum síðan var hann valinn í nýliðavali amerísku hafnaboltadeildarinnar af New York Yankees. Í gær var hann síðan valinn í fyrstu umferð nýliðavals NFL-deildarinnar. Hinn 28 ára Weeden er

Sport
Fréttamynd

Mestu vonbrigði NFL-deildarinnar frá upphafi á leið í fangelsi

Þegar leikstjórnandinn Ryan Leaf var valinn annar í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 1998 á eftir Peyton Manning voru flestir á því að glæst framtíð bíði leikmannsins. Sú varð heldur betur ekki raunin og Leaf er almennt talinn vera mestu vonbrigðin í sögu NFL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos

Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum.

Sport
Fréttamynd

Megatron skrifaði undir risasamning við Lions

Útherjinn magnaði hjá Detroit Lions, Calvin Johnson, er búinn að skrifa undir nýjan sjö ára samning við Lions. Samningurinn er sá stærsti sem útherji í NFL-deildinni hefur gert frá upphafi.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikmenn Broncos í bann fyrir notkun ólöglegra lyfja

Þrír leikmenn NFL-liðsins Denver Broncos hafa verið dæmdir í löng leikbönn fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ryan McBean og D.J. Williams hafa verið dæmdir í sex leikja bann og og Virgil Green fékk fjögurra leikja bann. Þeir fá þess utan ekkert greitt er þeir verða í banninu.

Sport
Fréttamynd

Manning á förum frá Colts

Indianapolis Colts mun tilkynna í dag að leikstjórnandinn Peyton Manning sé á förum frá félaginu. Colts hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Manning í stað þess að greiða honum 28 milljón dollara bónus þann 8. mars.

Sport
Fréttamynd

RG3 fljótasti leikstjórnandinn síðan Michael Vick

Það er enginn skortur á flottum leikstjórnendum í NFL-nýliðavalinu í ár. Líklegt er að leikstjórnendur verði valdir númer eitt og tvö í valinu að þessu sinni. Þeir sem verða örugglega valdir fyrstir eru Andrew Luck og Robert Griffin III eða RG3 eins og hann er oftast kallaður.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn Miami vilja fá Manning

Stuðningsmenn NFL-liðsins Miami Dolphins hafa fengið sig fullsadda á lélegu gengi liðsins og hafa tekið höndum saman um að fá einn besta leikmann í sögu íþróttarinnar - Peyton Manning - til félagsins.

Sport
Fréttamynd

Colts vill halda Manning en semja upp á nýtt

Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefur gefið það út að hann vilji halda Peyton Manning hjá félaginu. Hann segir þó ekki koma til greina að halda Manning á þeim samningi sem hann er með.

Sport
Fréttamynd

Veðmangarar græddu vel á Super Bowl

Eins og venjulega var mikið veðjað á úrslit úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. Í ár tóku veðmangarar í Las Vegas á móti veðmálum fyrir tæpar 94 milljónir dollara sem er það mesta í sex ár.

Sport