Strazdas bestur í umferðum 1-7 Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið umferða 1-7 í N-1 deild karla í handbolta. Það var Agustas Strazdas hjá HK sem var valinn besti leikmaður umferðanna. Handbolti 8. nóvember 2007 13:42
Haukar upp að hlið Stjörnunnar Haukar eru komnir upp að hlið Stjörnunnar á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir 26-23 sigur á HK í kvöld. Þá vann Akureyri öruggan útisigur á ÍBV í uppgjöri botnliðanna 35-26. Nánar verður fjallað um leikina í fyrramálið. Handbolti 31. október 2007 22:27
Halldór Jóhann til Fram Halldór Jóhann Sigfússon hefur samið við Fram til næstu þriggja ára eftir að hafa fengið sig lausan frá TuSEM Essen í Þýskalandi. Handbolti 30. október 2007 09:22
Kastaði í andlit markvarðarins og fékk rautt Sigurður Bragason, leikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið í leik Vals og ÍBV í dag fyrir að kasta boltanum í andlit Pálmars Péturssonar, markvarðar Vals, í vítakasti. Handbolti 20. október 2007 18:48
Tveir leikir í N-1 deildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í N-1 deildinni í handbolta í kvöld. HK tekur á móti Fram í Digranesinu og þá eigast við Afturelding og Haukar í Mosfellsbæ. Fram er í efsta sæti deildarinnar með 9 stig og HK í þriðja með 7, svo það verður væntanlega hörkuleikur í Digranesinu í kvöld. Handbolti 19. október 2007 18:04
Loksins sigur hjá Íslandsmeisturunum Valsmenn unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N-1 deild karla í handbolta þegar liðið skellti Akureyri 30-26 í Vodafonehöllinni. Valsmenn skutust upp fyrir Akureyri í töflunni með sigrinum og eru í 6. sæti með 3 stig eftir 5 umferðir. Handbolti 17. október 2007 22:10
Fram á toppinn eftir öruggan sigur Fram tyllti sér í toppsæti N1-deildar karla eftir öruggan sjö marka sigur á Aftureldingu, 28-21. Handbolti 11. október 2007 21:28
Þrír frá ÍBV í bann og þjálfari áminntur Aganefnd HSÍ hefur dæmt þrjá leikmenn ÍBV í mislöng leikbönn og áminnt Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar. Handbolti 11. október 2007 18:35
HK mætir FCK Í morgun var dregið í þriðju umferð EHF keppninnar í handbolta og þar fengu HK menn leik gegn Arnóri Atlasyni og félögum í danska liðinu FCK í Kaupmannahöfn. Framarar mæta tyrkneska liðinu Ankara í áskorendakeppni Evrópu og kvennalið Stjörnunnar mætir franska liðinu Mios Biganos í EHF keppni kvenna. Handbolti 9. október 2007 10:46
Afturelding burstaði ÍBV Einn leikur fór fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld og einn í kvennaflokki. Karlalið Aftureldingar burstaði botnlið ÍBV 42-29 eftir að hafa verið 8 mörkum yfir í hálfleik. Í kvennaflokki vann Grótta öruggan sigur á FH 28-21. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar en FH í næstneðsta sætinu. Handbolti 5. október 2007 22:03
Jafntefli hjá HK HK gerði í kvöld 31-31 jafntefli við ítalska liðið Pallomano Conversano frá Ítalíu í fyrri leik liðanna í í undankeppni EHF-keppninnar í handbolta. Árni Þórarinsson og Augustas Strazdas skoruðu sex mörk hvor fyrir Kópavogsliðið. Leikurinn telst heimaleikur HK, en þau mætast aftur í Digranesi á morgun. Handbolti 5. október 2007 21:57
Fram á toppnum í N-1 deildunum Karlalið Stjörnunnar tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í N1 deildinni í handbolta þegar liðið lá 31-28 fyrir Fram á heimavelli sínum Mýrinni og því eru Framarar komnir í toppsætið. Kvennalið Fram er einnig komið á toppinn eftir stórsigur í kvöld. Handbolti 3. október 2007 22:58
HK og Valur mætast í kvöld Íslandsmeistarar Vals taka á móti HK í kvöld og geta þar með unnið sinn fyrsta sigur á leiktíðinni. Handbolti 2. október 2007 13:12
Aron: Hefur verið góð byrjun á mótinu Aron Kristjánsson hefði viljað tvö stig í kvöld en var sáttur úr því sem komið var. Handbolti 27. september 2007 22:26
Sigurbergur tryggði Haukum jafntefli Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum jafntefli gegn Fram í N1-deild karla með „buzzer“-marki í leikslok. Handbolti 27. september 2007 21:57
Ekkert óðagot á Valsmönnum "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Handbolti 26. september 2007 13:50
Haukar rúlluðu yfir Eyjamenn Þrír leikir fóru fram í N1-deild karla í dag en að loknum tveimur umferðum eru Haukar, Fram og Stjarnan enn ósigruð. Handbolti 22. september 2007 18:48
Máli Sigfúsar lokið Handknattleiksmaðurinn Sigfús Páll Sigfússon er loks genginn formlega í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að sátt náðist í deilu félaganna í dag. Handknattleiksdeildir félaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Handbolti 21. september 2007 21:15
Meistararnir enn án sigurs Íslandsmeistarar Vals byrja leiktíðina ekki glæsilega í N1 deildinni í handbolta, en í kvöld tapaði liðið öðrum leiknum í röð í upphafi móts þegar það lá fyrir Stjörnumönnum í Garðabæ 27-22 eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Handbolti 20. september 2007 21:44
Stjörnunni spáð tvöföldum sigri Karla- og kvennalið Stjörnunnar í Garðabæ verða sigursæl á komandi Íslandsmóti í handknattleik ef marka má árlega spá þjálfara og fyrirliða á kynningarfundi fyrir N1 deildina sem haldinn var í hádeginu. Stjörnunni er spáð Íslandsmeistaratitli í karla- og kvennalfokki. Handbolti 11. september 2007 12:33
Úrvalsdeildin í handbolta verður N1 deildin N1 verður aðalstyrktaraðili HSÍ næstu árin og mun Íslandsmót karla og kvenna fá nafnið N1 deildin. Fulltrúar fyrirtækisins og HSÍ skrifuðu í dag undir samstarfssamning þessa efnis að viðstöddum formönnum félaganna og fyrirliðum. Handbolti 6. september 2007 17:13
Markús Máni að hætta? "Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu," sagði Markús Máni Michaelsson í samtali við Vísi þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að spila með Íslandsmeisturum Vals í vetur. Markús er samningsbundinn Val en segir frekar ólíklegt að hann verði á fullu með liðinu í deildarkeppninni. Handbolti 5. september 2007 13:40
Stjarnan kveður Ásgarð Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld og báðir leikirnir verða spilaðir í Ásgarði í Garðabæ. Konurnar ríða á vaðið klukkan 18 þegar Stjarnan og Haukar mætast en klukkan 20 mætast Stjarnan og Valur í karlaflokki. Handbolti 2. september 2007 10:00
Stjarnan mætir Tenax Dobele frá Lettlandi Handknattleikslið Stjörnurnar í karlaflokki mætir Tenax Dobele frá Lettlandi í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Dregið var fyrir leikina í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í morgun. Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi þann 1. eða 2. september og seinni leikurinn fer fram 8. eða 9. september. Handbolti 24. júlí 2007 14:35
Viljum alls ekki missa Valdimar Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Handbolti 17. júlí 2007 01:00
Valdimar Þórsson í Fram Framarar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í DHL-deild karla næsta vetur. Á blaðamannafundi nú klukkan 16 tilkynnti handknattleiksdeild félagsins að hún hefði gert tveggja ára samning við Valdimar Þórsson, fyrrum leikmann HK. Valdimar hefur verið einn af betri leikmönnum Íslandsmótsins undanfarin ár og skoraði 162 mörk í 21 leik fyrir HK í vetur. Handbolti 28. júní 2007 16:00
Valsmenn mæta liði frá Litháen Í morgun var dregið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Íslandsmeistarar Vals í karlaflokki mæta litháísku meisturunum Panevezys Viking Malt og byrja á útivelli 1. eða 2. semptember. Síðari leikurinn er hér heima viku síðar. Handbolti 28. júní 2007 12:49
Serenko fer frá Fram Framarar hafa ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Úkraínumanninn Sergiy Serenko og því mun hann ekki leika með liðinu í DHL-deildinni á næstu leiktíð. Serenko kom til Fram haustið 2005 og átti þá frábæra leiktíð, en náði sér ekki á strik síðasta vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Handbolti 26. júní 2007 14:26
Trúi ekki öðru en að þetta hjálpi mér Akureyringurinn Jónatan Magnússon fór fyrir viku síðan í sína fyrstu aðgerð vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann síðan á síðasta ári. Jónatan hefur lítið getað hreyft sig vegna meiðslanna sem enginn getur sjúkdómsgreint. „Það veit enginn hvað er að mér,” sagði kappinn í nýlegu viðtali við Fréttablaðið en Brynjólfur Jónsson ákvað loks að skera hann upp. Handbolti 26. júní 2007 07:00
Á námskeiði hjá Tommy Svensson Tveir efnilegustu markverðir landsins, Pálmar Pétursson úr Val og Björgvin Páll Gústavsson úr Fram, fara á sunnudaginn til Svíþjóðar þar sem þeir verða á vikulöngu markvarðanámskeiði hjá sænsku markvarðagoðsögnunum Tommy Svensson og Claes Hellgren. Handbolti 21. júní 2007 00:01