„Þoli ekki svona ofbeldi í íþróttum“ Logi Geirsson vill að ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson fái langt bann fyrir að kýla Allan Norðberg, leikmann KA, í leik liðanna í Olís-deild karla. Handbolti 10. október 2022 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-27 | Mosfellingar áfram á sigurbraut Afturelding vann sinn annan sigur í röð í Olís deild karla í handbolta þegar liðið fór á Ásvelli í kvöld og bar sigurorð af Haukum í fimmtu umferð deildarinnar. Lokatölur í leiknum urðu 27-26 gestunum úr Mosfellsbænum í vil. Handbolti 8. október 2022 20:50
„Mínir menn voru eins og saumaklúbbs kerlingar sem lögðu sig ekki fram með öllu sínu hjarta“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var hundfúll eftir tap gegn Aftureldingu 26-27. Rúnar var afar ósáttur með frammistöðu Hauka og fannst honum sínir menn ekki hafa áhuga á að berjast. Sport 8. október 2022 20:32
Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. Handbolti 8. október 2022 18:14
Umfjöllun: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. Handbolti 7. október 2022 22:29
Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik. Handbolti 7. október 2022 22:01
Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. Sport 6. október 2022 22:40
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 38-25 | Engin spenna er KA valtaði yfir ÍR KA vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið tók á móti nýliðum ÍR í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 38-25. Handbolti 6. október 2022 22:31
„Hugsaði að núna myndi ég gera meira og gera meira“ Phil Döhler varði átján skot í marki FH þegar liðið lagði Gróttu að velli í kvöld, 27-30. Þýski markvörðurinn lét sig ekki muna um að svara spurningum blaðamanns á íslensku í leikslok. Handbolti 6. október 2022 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 27-30 | Fyrsti sigur FH-inga FH vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Gróttu að velli, 27-30, á Seltjarnarnesinu í 5. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 6. október 2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 36-27 | Eyjamenn áfram ósigraðir eftir stórsigur Eyjamenn voru, ásamt Valsmönnum, eina taplausa lið Olís-deildar karla fyrir leik kvöldsins. Þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar og unnu sannfærandi níu marka sigur, 36-27. Handbolti 6. október 2022 17:15
Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Handbolti 6. október 2022 14:30
„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Handbolti 6. október 2022 08:31
„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. Handbolti 5. október 2022 13:01
Hergeir vissi lítið um afrek tengdapabba en íhugaði að fara til Ungverjalands Handboltamaðurinn Hergeir Grímsson segir það hafa komið til greina að hann færi í atvinnumennsku til Ungverjalands í sumar, áður en hann skrifaði undir samning hjá Stjörnunni. Tengdaforeldrar hans eru ungverskir. Handbolti 5. október 2022 10:01
Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5. október 2022 08:00
Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Handbolti 4. október 2022 23:31
Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4. október 2022 15:52
Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Handbolti 4. október 2022 11:30
Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4. október 2022 10:00
„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. Handbolti 3. október 2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-27| Valsmenn halda áfram sigurgöngunni Valsmenn fengu Fram í heimsókn í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 16-15 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tóku Valsmenn leikinn yfir og unnu með sjö mörkum 34-27. Handbolti 3. október 2022 18:45
Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Handbolti 3. október 2022 15:26
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. Handbolti 3. október 2022 14:00
Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir. Handbolti 2. október 2022 23:17
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Hörður 43-25 | Greinilegir yfirburðir Eyjamanna ÍBV og Hörður mættust í Vestmannaeyjum í Olís-deild karla í handbolta í dag. Aldrei í sögu deildarinnar hefur verið eins langt á milli heimabæja liðanna sem mætast. Það voru Eyjamenn sem unnu þægilegan átján marka sigur. Handbolti 2. október 2022 15:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Handbolti 30. september 2022 23:10
„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. Handbolti 30. september 2022 21:49
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Handbolti 29. september 2022 22:19
Gunni Magg kveikti í Brynjari með því að láta hann heyra það Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, var frábær í sigri þeirra á Gróttu í leik liðanna í Olís deild karla í handbolta sem fram fór í Höllinni að Varmá í kvöld. Handbolti 29. september 2022 22:07