Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Í kvöld hófst Olís-deild karla á nýjan leik eftir hlé vegna Evrópumótsins í handbolta. Afturelding sigraði Fram að Varmá, 30-26, í leik sem heimamenn voru með yfirhöndina allan tímann. Handbolti 1. febrúar 2024 22:28
Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Handbolti 1. febrúar 2024 21:44
HK-ingar að slíta sig frá fallsvæðinu og Valsmenn völtuðu yfir Selfoss HK vann mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 26-27. Á sama tíma vann Valur 17 marka risasigur gegn Selfyssingum, 38-21. Handbolti 1. febrúar 2024 21:19
Toppliðið marði nýliðana FH, topplið Olís-deildar karla í handbolta, vann nauman tveggja marka sigur er liðið heimsótti nýliða Víkings í Olís-deildinni í kvöld, 28-30. Handbolti 1. febrúar 2024 19:37
Halldór tekur við HK en óvíst í hvaða deild Handknattleiksþjálfarinn reyndi Halldór Jóhann Sigfússon er á leið aftur í íslenska boltann frá Danmörku og verður næsti þjálfari karlaliðs HK. Frá þessu er greint á vef HK-inga. Handbolti 1. febrúar 2024 07:31
Valur og ÍBV með örugga sigra Valur og ÍBV unnu einkar örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 11. janúar 2024 22:01
Fáum við að sjá bestu útgáfuna af Aroni á EM? Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti. Handbolti 8. janúar 2024 08:30
Benedikt Óskarsson sagður á leið til Kolstad Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals og besti sóknarmaður Olís deildar karla á síðasta tímabili, er sagður á leið til norska meistaraliðsins Kolstad. Greint er frá því að hann muni klára tímabilið með Val og færa sig um set næsta sumar. Handbolti 6. janúar 2024 09:32
„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“ Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy. Handbolti 21. desember 2023 08:31
„Við verðum miklu betri eftir áramót“ Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var svekktur eftir fimm marka tap gegn Val 28-33. Þorsteinn fór yfir tímabilið til þessa og að hans mati á liðið mikið inni. Sport 18. desember 2023 21:35
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 28-33 | Valur vann síðasta leik ársins Valur vann fimm marka útisigur gegn Aftureldingu 28-33. Þetta var síðasti leikurinn í Olís-deild karla fyrir áramót. Næsti leikur í deildinni verður ekki fyrr en 1. febrúar vegna EM í janúar. Handbolti 18. desember 2023 21:03
Markaregn þegar Fram lagði KA Framarar unnu góðan heimasigur á KA þegar liðin mættust í Olís-deildinni í handknattleik í dag. Sóknarleikur var í hávegum hafður í leiknum í dag. Handbolti 16. desember 2023 18:06
Eyjamenn kafsigldu Víkinga ÍBV vann átján marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deild karla í Eyjum í dag. ÍBV er nú komið upp í annað sæti deildarinnar. Handbolti 16. desember 2023 17:37
Stjarnan lyftir sér frá fallsvæðinu Stjarnan vann mikilvægan sigur á Haukum í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá vann Afturelding góðan sigur sem og Grótta. Handbolti 14. desember 2023 21:46
Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH - Valur 32-28 | FH styrkti stöðu sína á toppnum FH vann nokkuð öruggan sigur gegn Val 32-28 í toppslag Olís-deildarinnar. Heimamenn náðu yfirhöndinni í upphafi leiks og voru með leikinn í hendi sér nánast frá upphafi til enda. Handbolti 14. desember 2023 21:40
„Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur í allan vetur og það þarf að halda áfram“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að FH endi árið á að vera í efsta sæti deildarinnar. Sport 14. desember 2023 21:31
Kveður Eyjar vegna fjölskylduaðstæðna Færeyingurinn Dánjal Ragnarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Íslandsmeistara ÍBV á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Víkingi í Olís-deildinni í handbolta. Handbolti 12. desember 2023 16:31
Botnliðið sótti mikilvæg stig norður Selfoss, botnlið Olís-deildar karla í handbolta, vann afar mikilvægan tveggja marka sigur er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í dag, 28-30. Handbolti 9. desember 2023 16:31
ÍBV blandar sér í toppbaráttuna ÍBV vann öruggan 13 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þá vann Fram góðan útisigur á Gróttu og Haukar unnu HK. Handbolti 8. desember 2023 23:16
Valsmenn unnu í Safamýri Valur vann sex marka sigur á Víkingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri, heimavelli Víkinga, 21-27. Handbolti 8. desember 2023 20:16
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. Handbolti 7. desember 2023 23:10
„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. Handbolti 7. desember 2023 23:00
Úlfur dæmdur í þriggja leikja bann í annað sinn á rúmu ári Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður Hauka, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir brot í leik gegn Fram í Olís-deild karla í síðustu viku. Handbolti 7. desember 2023 15:23
Kýldi Rúnar og var rekinn af velli Ljótt atvik átti sér stað í leik Hauka og Fram í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi sem varð til þess að leikmanni Hauka var vísað af leikvelli. Handbolti 1. desember 2023 13:46
Stjarnan upp úr fallsæti Stjarnan lyfti sér upp úr fallsæti Olís-deildar karla í handbolta á kostnað Víkinga með góðum sigri í kvöld. Þá vann Grótta botnlið Selfoss. Handbolti 30. nóvember 2023 23:16
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-33 | Brekkan orðin verulega brött hjá heimamönnum Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka örugglega í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð. Handbolti 30. nóvember 2023 22:00
„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“ FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð. Handbolti 29. nóvember 2023 21:19
Sigtryggur Daði frábær í sigri Eyjamanna ÍBV vann góðan sigur á HK þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Sigtryggur Daði Rúnarsson fór á kostum í liði Eyjamanna. Handbolti 29. nóvember 2023 20:31
Umfjöllun og viðtal: KA - FH 27-34 | Öruggur sigur Hafnfirðinga fyrir norðan Topplið FH gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag þar sem liðið bar sigur úr býtum gegn KA í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 29. nóvember 2023 20:07
Stjarnan í fallsæti og botnliðið lagði Hauka HK lagði Stjörnuna með eins marks mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 28-27. Þá vann Selfoss tveggja marka sigur á Haukum, 30-28. Handbolti 23. nóvember 2023 21:36